Ein á þriðju vaktinni Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar 19. október 2020 11:01 Margir hafa heyrt hugtakið „þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. Þessi vinna er ekki jafn áþreifanleg og þessi hefðbundnu störf; mæta í vinnuna, sinna heimilsstörfum, sjá um börnin, fara í búð, o.s.frv. Þar af leiðandi átta sig ekki allir á umfangi þriðju vaktarinnar, og þá síst þeir sem sinna henni, sem eru í langflestum tilvikum konur. Þessi vinna felst meðal annars í því að muna eftir bleika deginum, afmælinu hjá bekkjarfélaganum á laugardaginn og gjöfinni sem þarf að muna að kaupa, að setja í vél strax eftir vinnu svo pollagallarnir nái að þorna fyrir morgundaginn, kvöldmatnum sem þarf að vera klukkan 18 svo börnin nái að læra heima fyrir svefn, tengdó sem koma á sunnudaginn svo það þarf að muna að vera búin að kaupa kaffi. En þessi andlega vinna og þriðja vakt, á þó ekki einungis við hið hefðbundna heimili, og það eru ekki bara mæður og eiginkonur sem finna fyrir henni. Hún leynist nefnilega líka á vinnustöðum, hjá systkinum, hjá kærustupari, í vinahópum, í umönnun aldraðra foreldra og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara afmælisgjafir fyrir barnaafmæli sem þarf að skipuleggja. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð vinkonur mínar, systur og kunningjakonur versla gjafir til foreldra, systkina og jafnvel vina kærasta sinna. Í minni fjölskyldu eru það við systurnar sem græjum alltaf jólagjafir, afmælisgjafir og útskriftargjafir. Það sama á við þegar vinahópurinn er að fara í bústað, þá taka stelpurnar að sér að ákveða hvað þarf að kaupa, hvað á að vera í matinn hvern dag, hversu mikið af hverju, hvenær á að fara í búð og hvenær skal leggja af stað. Þarf að taka með tuskur? Rúmföt? Er heitur pottur? Sama má segja um umönnun aldraðra foreldra sem felst oft í heilmiklu skipulagi og utanumhaldi. Oftar en ekki fellur það á konurnar að sjá um bæði sína foreldra sem og tengdaforeldra. Ég þekki starfsmann í færni og heilsumatsnefnd sem sér meðal annars um að hringja í nánustu aðstandendur umsækjanda um hjúkrunarrými, til að afla frekari upplýsinga um aðstæður og hagi viðkomandi. Þegar nánasti aðstandandi er karlkyns, segir hann nánast undantekningarlaust “æj, bíddu, ég ætla að leyfa þér að tala við konuna mína, hún veit miklu meira um þetta en ég”. Eins og það sé stjarneðlisfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Eins og lesa má geta dæmin um þriðju vaktina verið fjölmörg og tengjast öllum sviðum lífsins. Þessi andlega vinna er lýjandi og það er oft erfitt fyrir konur að útskýra hvernig og hvers vegna hún er svona íþyngjandi. Þeim mun erfiðara er að fá þau, sem ekki sinna henni, til að skilja hversu mikilvægt er að viðkomandi taki hluta af þessari byrði og létti undir. Það þýðir ekki að auka enn frekar á byrði kvenna með því að ætlast til þess að þær sjái um og skipuleggi yfirfærslu ábyrgðarinnar á herðar annarra, heldur þarf að sýna frumkvæði. Skýringin á því að konur sinna þessari vinnu er ekki sú að þeim sé það eðlislægt. Það fæðist engin kona með djúpa þrá til þess að skipuleggja allt sem viðkemur lífi sínu og þeirra sem hún kýs að hafa í kringum sig. Konur eru ekki fæddar í það hlutverk að sjá betur rykið, kunna betur á þvottavélina eða velja betri gjafir. Þessum hlutverkum er troðið í okkur frá barnsaldri, samfélagið segir að mamman eigi að þrífa og elda og pabbinn eigi að horfa á sjónvarpið og laga bílinn. Stelpur eiga að vera penar, leika sér með dúkkur og passa að allt sé í röð og reglu, en strákar mega leika sér með hávært dót, taka það í sundur og dreifa því um allt. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á þriðju vaktinni. Þessi samfélagslega pressa á okkur konur, að við séum ofurskipuleggjendur ofan á allt annað er íþyngjandi og óraunhæf. Miklu máli skiptir að konur hlúi að andlegri heilsu og séu meðvitaðar um að þær þurfi ekki að vera allt í öllu. Ég hlakka því til að hlusta á Ofurkonan Þú, viðburð Ungra athafnakvenna og Hugrúnar geðfræðslufélags, á þriðjudaginn. Höfundur situr í stjórn Ungra athafnakvenna (UAK). Greinin er skrifuð til þess að vekja athygli á viðburðinum Ofurkonan þú sem fer fram þriðjudaginn 20.október ásamt því að vera partur af samfélagsmiðlaherferðinni #ofurkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Margir hafa heyrt hugtakið „þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. Þessi vinna er ekki jafn áþreifanleg og þessi hefðbundnu störf; mæta í vinnuna, sinna heimilsstörfum, sjá um börnin, fara í búð, o.s.frv. Þar af leiðandi átta sig ekki allir á umfangi þriðju vaktarinnar, og þá síst þeir sem sinna henni, sem eru í langflestum tilvikum konur. Þessi vinna felst meðal annars í því að muna eftir bleika deginum, afmælinu hjá bekkjarfélaganum á laugardaginn og gjöfinni sem þarf að muna að kaupa, að setja í vél strax eftir vinnu svo pollagallarnir nái að þorna fyrir morgundaginn, kvöldmatnum sem þarf að vera klukkan 18 svo börnin nái að læra heima fyrir svefn, tengdó sem koma á sunnudaginn svo það þarf að muna að vera búin að kaupa kaffi. En þessi andlega vinna og þriðja vakt, á þó ekki einungis við hið hefðbundna heimili, og það eru ekki bara mæður og eiginkonur sem finna fyrir henni. Hún leynist nefnilega líka á vinnustöðum, hjá systkinum, hjá kærustupari, í vinahópum, í umönnun aldraðra foreldra og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara afmælisgjafir fyrir barnaafmæli sem þarf að skipuleggja. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð vinkonur mínar, systur og kunningjakonur versla gjafir til foreldra, systkina og jafnvel vina kærasta sinna. Í minni fjölskyldu eru það við systurnar sem græjum alltaf jólagjafir, afmælisgjafir og útskriftargjafir. Það sama á við þegar vinahópurinn er að fara í bústað, þá taka stelpurnar að sér að ákveða hvað þarf að kaupa, hvað á að vera í matinn hvern dag, hversu mikið af hverju, hvenær á að fara í búð og hvenær skal leggja af stað. Þarf að taka með tuskur? Rúmföt? Er heitur pottur? Sama má segja um umönnun aldraðra foreldra sem felst oft í heilmiklu skipulagi og utanumhaldi. Oftar en ekki fellur það á konurnar að sjá um bæði sína foreldra sem og tengdaforeldra. Ég þekki starfsmann í færni og heilsumatsnefnd sem sér meðal annars um að hringja í nánustu aðstandendur umsækjanda um hjúkrunarrými, til að afla frekari upplýsinga um aðstæður og hagi viðkomandi. Þegar nánasti aðstandandi er karlkyns, segir hann nánast undantekningarlaust “æj, bíddu, ég ætla að leyfa þér að tala við konuna mína, hún veit miklu meira um þetta en ég”. Eins og það sé stjarneðlisfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Eins og lesa má geta dæmin um þriðju vaktina verið fjölmörg og tengjast öllum sviðum lífsins. Þessi andlega vinna er lýjandi og það er oft erfitt fyrir konur að útskýra hvernig og hvers vegna hún er svona íþyngjandi. Þeim mun erfiðara er að fá þau, sem ekki sinna henni, til að skilja hversu mikilvægt er að viðkomandi taki hluta af þessari byrði og létti undir. Það þýðir ekki að auka enn frekar á byrði kvenna með því að ætlast til þess að þær sjái um og skipuleggi yfirfærslu ábyrgðarinnar á herðar annarra, heldur þarf að sýna frumkvæði. Skýringin á því að konur sinna þessari vinnu er ekki sú að þeim sé það eðlislægt. Það fæðist engin kona með djúpa þrá til þess að skipuleggja allt sem viðkemur lífi sínu og þeirra sem hún kýs að hafa í kringum sig. Konur eru ekki fæddar í það hlutverk að sjá betur rykið, kunna betur á þvottavélina eða velja betri gjafir. Þessum hlutverkum er troðið í okkur frá barnsaldri, samfélagið segir að mamman eigi að þrífa og elda og pabbinn eigi að horfa á sjónvarpið og laga bílinn. Stelpur eiga að vera penar, leika sér með dúkkur og passa að allt sé í röð og reglu, en strákar mega leika sér með hávært dót, taka það í sundur og dreifa því um allt. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á þriðju vaktinni. Þessi samfélagslega pressa á okkur konur, að við séum ofurskipuleggjendur ofan á allt annað er íþyngjandi og óraunhæf. Miklu máli skiptir að konur hlúi að andlegri heilsu og séu meðvitaðar um að þær þurfi ekki að vera allt í öllu. Ég hlakka því til að hlusta á Ofurkonan Þú, viðburð Ungra athafnakvenna og Hugrúnar geðfræðslufélags, á þriðjudaginn. Höfundur situr í stjórn Ungra athafnakvenna (UAK). Greinin er skrifuð til þess að vekja athygli á viðburðinum Ofurkonan þú sem fer fram þriðjudaginn 20.október ásamt því að vera partur af samfélagsmiðlaherferðinni #ofurkona.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun