Ein á þriðju vaktinni Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar 19. október 2020 11:01 Margir hafa heyrt hugtakið „þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. Þessi vinna er ekki jafn áþreifanleg og þessi hefðbundnu störf; mæta í vinnuna, sinna heimilsstörfum, sjá um börnin, fara í búð, o.s.frv. Þar af leiðandi átta sig ekki allir á umfangi þriðju vaktarinnar, og þá síst þeir sem sinna henni, sem eru í langflestum tilvikum konur. Þessi vinna felst meðal annars í því að muna eftir bleika deginum, afmælinu hjá bekkjarfélaganum á laugardaginn og gjöfinni sem þarf að muna að kaupa, að setja í vél strax eftir vinnu svo pollagallarnir nái að þorna fyrir morgundaginn, kvöldmatnum sem þarf að vera klukkan 18 svo börnin nái að læra heima fyrir svefn, tengdó sem koma á sunnudaginn svo það þarf að muna að vera búin að kaupa kaffi. En þessi andlega vinna og þriðja vakt, á þó ekki einungis við hið hefðbundna heimili, og það eru ekki bara mæður og eiginkonur sem finna fyrir henni. Hún leynist nefnilega líka á vinnustöðum, hjá systkinum, hjá kærustupari, í vinahópum, í umönnun aldraðra foreldra og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara afmælisgjafir fyrir barnaafmæli sem þarf að skipuleggja. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð vinkonur mínar, systur og kunningjakonur versla gjafir til foreldra, systkina og jafnvel vina kærasta sinna. Í minni fjölskyldu eru það við systurnar sem græjum alltaf jólagjafir, afmælisgjafir og útskriftargjafir. Það sama á við þegar vinahópurinn er að fara í bústað, þá taka stelpurnar að sér að ákveða hvað þarf að kaupa, hvað á að vera í matinn hvern dag, hversu mikið af hverju, hvenær á að fara í búð og hvenær skal leggja af stað. Þarf að taka með tuskur? Rúmföt? Er heitur pottur? Sama má segja um umönnun aldraðra foreldra sem felst oft í heilmiklu skipulagi og utanumhaldi. Oftar en ekki fellur það á konurnar að sjá um bæði sína foreldra sem og tengdaforeldra. Ég þekki starfsmann í færni og heilsumatsnefnd sem sér meðal annars um að hringja í nánustu aðstandendur umsækjanda um hjúkrunarrými, til að afla frekari upplýsinga um aðstæður og hagi viðkomandi. Þegar nánasti aðstandandi er karlkyns, segir hann nánast undantekningarlaust “æj, bíddu, ég ætla að leyfa þér að tala við konuna mína, hún veit miklu meira um þetta en ég”. Eins og það sé stjarneðlisfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Eins og lesa má geta dæmin um þriðju vaktina verið fjölmörg og tengjast öllum sviðum lífsins. Þessi andlega vinna er lýjandi og það er oft erfitt fyrir konur að útskýra hvernig og hvers vegna hún er svona íþyngjandi. Þeim mun erfiðara er að fá þau, sem ekki sinna henni, til að skilja hversu mikilvægt er að viðkomandi taki hluta af þessari byrði og létti undir. Það þýðir ekki að auka enn frekar á byrði kvenna með því að ætlast til þess að þær sjái um og skipuleggi yfirfærslu ábyrgðarinnar á herðar annarra, heldur þarf að sýna frumkvæði. Skýringin á því að konur sinna þessari vinnu er ekki sú að þeim sé það eðlislægt. Það fæðist engin kona með djúpa þrá til þess að skipuleggja allt sem viðkemur lífi sínu og þeirra sem hún kýs að hafa í kringum sig. Konur eru ekki fæddar í það hlutverk að sjá betur rykið, kunna betur á þvottavélina eða velja betri gjafir. Þessum hlutverkum er troðið í okkur frá barnsaldri, samfélagið segir að mamman eigi að þrífa og elda og pabbinn eigi að horfa á sjónvarpið og laga bílinn. Stelpur eiga að vera penar, leika sér með dúkkur og passa að allt sé í röð og reglu, en strákar mega leika sér með hávært dót, taka það í sundur og dreifa því um allt. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á þriðju vaktinni. Þessi samfélagslega pressa á okkur konur, að við séum ofurskipuleggjendur ofan á allt annað er íþyngjandi og óraunhæf. Miklu máli skiptir að konur hlúi að andlegri heilsu og séu meðvitaðar um að þær þurfi ekki að vera allt í öllu. Ég hlakka því til að hlusta á Ofurkonan Þú, viðburð Ungra athafnakvenna og Hugrúnar geðfræðslufélags, á þriðjudaginn. Höfundur situr í stjórn Ungra athafnakvenna (UAK). Greinin er skrifuð til þess að vekja athygli á viðburðinum Ofurkonan þú sem fer fram þriðjudaginn 20.október ásamt því að vera partur af samfélagsmiðlaherferðinni #ofurkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Margir hafa heyrt hugtakið „þriðja vaktin” yfir þá andlegu byrði (e. mental load) sem fylgir því að sinna skipulagi í kringum heimilið. Þessi vinna er ekki jafn áþreifanleg og þessi hefðbundnu störf; mæta í vinnuna, sinna heimilsstörfum, sjá um börnin, fara í búð, o.s.frv. Þar af leiðandi átta sig ekki allir á umfangi þriðju vaktarinnar, og þá síst þeir sem sinna henni, sem eru í langflestum tilvikum konur. Þessi vinna felst meðal annars í því að muna eftir bleika deginum, afmælinu hjá bekkjarfélaganum á laugardaginn og gjöfinni sem þarf að muna að kaupa, að setja í vél strax eftir vinnu svo pollagallarnir nái að þorna fyrir morgundaginn, kvöldmatnum sem þarf að vera klukkan 18 svo börnin nái að læra heima fyrir svefn, tengdó sem koma á sunnudaginn svo það þarf að muna að vera búin að kaupa kaffi. En þessi andlega vinna og þriðja vakt, á þó ekki einungis við hið hefðbundna heimili, og það eru ekki bara mæður og eiginkonur sem finna fyrir henni. Hún leynist nefnilega líka á vinnustöðum, hjá systkinum, hjá kærustupari, í vinahópum, í umönnun aldraðra foreldra og svo mætti lengi telja. Það eru ekki bara afmælisgjafir fyrir barnaafmæli sem þarf að skipuleggja. Ég veit ekki hversu oft ég hef séð vinkonur mínar, systur og kunningjakonur versla gjafir til foreldra, systkina og jafnvel vina kærasta sinna. Í minni fjölskyldu eru það við systurnar sem græjum alltaf jólagjafir, afmælisgjafir og útskriftargjafir. Það sama á við þegar vinahópurinn er að fara í bústað, þá taka stelpurnar að sér að ákveða hvað þarf að kaupa, hvað á að vera í matinn hvern dag, hversu mikið af hverju, hvenær á að fara í búð og hvenær skal leggja af stað. Þarf að taka með tuskur? Rúmföt? Er heitur pottur? Sama má segja um umönnun aldraðra foreldra sem felst oft í heilmiklu skipulagi og utanumhaldi. Oftar en ekki fellur það á konurnar að sjá um bæði sína foreldra sem og tengdaforeldra. Ég þekki starfsmann í færni og heilsumatsnefnd sem sér meðal annars um að hringja í nánustu aðstandendur umsækjanda um hjúkrunarrými, til að afla frekari upplýsinga um aðstæður og hagi viðkomandi. Þegar nánasti aðstandandi er karlkyns, segir hann nánast undantekningarlaust “æj, bíddu, ég ætla að leyfa þér að tala við konuna mína, hún veit miklu meira um þetta en ég”. Eins og það sé stjarneðlisfræði að þekkja aðstæður sinna eigin foreldra. Eins og lesa má geta dæmin um þriðju vaktina verið fjölmörg og tengjast öllum sviðum lífsins. Þessi andlega vinna er lýjandi og það er oft erfitt fyrir konur að útskýra hvernig og hvers vegna hún er svona íþyngjandi. Þeim mun erfiðara er að fá þau, sem ekki sinna henni, til að skilja hversu mikilvægt er að viðkomandi taki hluta af þessari byrði og létti undir. Það þýðir ekki að auka enn frekar á byrði kvenna með því að ætlast til þess að þær sjái um og skipuleggi yfirfærslu ábyrgðarinnar á herðar annarra, heldur þarf að sýna frumkvæði. Skýringin á því að konur sinna þessari vinnu er ekki sú að þeim sé það eðlislægt. Það fæðist engin kona með djúpa þrá til þess að skipuleggja allt sem viðkemur lífi sínu og þeirra sem hún kýs að hafa í kringum sig. Konur eru ekki fæddar í það hlutverk að sjá betur rykið, kunna betur á þvottavélina eða velja betri gjafir. Þessum hlutverkum er troðið í okkur frá barnsaldri, samfélagið segir að mamman eigi að þrífa og elda og pabbinn eigi að horfa á sjónvarpið og laga bílinn. Stelpur eiga að vera penar, leika sér með dúkkur og passa að allt sé í röð og reglu, en strákar mega leika sér með hávært dót, taka það í sundur og dreifa því um allt. Ofurkonan á ekki að þurfa að standa ein á þriðju vaktinni. Þessi samfélagslega pressa á okkur konur, að við séum ofurskipuleggjendur ofan á allt annað er íþyngjandi og óraunhæf. Miklu máli skiptir að konur hlúi að andlegri heilsu og séu meðvitaðar um að þær þurfi ekki að vera allt í öllu. Ég hlakka því til að hlusta á Ofurkonan Þú, viðburð Ungra athafnakvenna og Hugrúnar geðfræðslufélags, á þriðjudaginn. Höfundur situr í stjórn Ungra athafnakvenna (UAK). Greinin er skrifuð til þess að vekja athygli á viðburðinum Ofurkonan þú sem fer fram þriðjudaginn 20.október ásamt því að vera partur af samfélagsmiðlaherferðinni #ofurkona.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar