Er stjórnsýslan í algjörum molum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 19. október 2020 09:00 Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skattar og tollar Umhverfismál Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar