Ranglát skattlagning við sölu sumarhúsa Ólafur Ísleifsson skrifar 18. október 2020 15:00 Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skattar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun