Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli Halla Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2020 13:10 Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun