Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli Halla Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2020 13:10 Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun