Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli Halla Þorvaldsdóttir skrifar 16. október 2020 13:10 Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ágóði af Bleiku slaufunni, árlegu verkefni Krabbameinsfélagsins, rennur á þessu ári til krabbameinsrannsókna. Ástæðan er einföld. Íslenskar krabbameinsrannsóknir skipta máli. Að íslenskum vísindamönnum sé gert kleift að stunda þær hér á landi tryggir viðhald og uppbyggingu þekkingar í landinu og styrkir íslenskt vísindasamfélag auk þess að auka árangur varðandi krabbamein hér á landi. Það varðar auðvitað miklu fleiri því frá íslenskum vísindamönnum geta líka komið bitarnir sem vantar í stóru púsluspilin sem þarf að raða saman til að enn betri árangur náist í heiminum. Verkefnin eru ærin og púsluspilin mörg og snúast um greiningu og meðferð krabbameina en líka að draga úr aukaverkunum, bæta lífsgæði og ekki síst koma í veg fyrir krabbamein. Fámennið skapar sérstöðu Ísland er lítið land, sem getur verið takmarkandi í rannsóknarstarfi og fámennið getur dregið úr vægi rannsóknanna. Stundum hefur það hins vegar ótvíræða kosti eins og sést í til dæmis í starfi Íslenskrar erfðagreiningar. Sérstaða okkar sem lítillar þjóðar gerir það líka að verkum að við verðum að gera rannsóknir hér á landi, til að fá mynd af aðstæðum, aðbúnaði og líðan þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi, áhrifaþáttum krabbameina í okkar umhverfi og svo má lengi telja. Við verðum að vita hvernig hlutirnir eru hér á landi, þær upplýsingar fáum við ekki annars staðar frá og getum ekki yfirfært nema að takmörkuðu leyti úr niðurstöðum rannsókna hjá stærri þjóðum. Vísindasjóðurinn er bylting Með tilkomu Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins hafa aðstæður íslenskra vísindamanna til að stunda krabbameinsrannsóknir gjörbreyst. Sjóðurinn hefur úthlutað 227 milljónum til 30 rannsókna í fjórum úthlutunum, sem er byltingarkennd breyting fyrir vísindamenn hér á landi. Í stjórn Vísindasjóðsins er öflugt fólk sem nýtur fulltingis Vísindaráðs félagsins við mat á umsóknum í sjóðinn. Stjórn Vísindasjóðsins og Vísindaráðið vinnur í sjálfboðastarfi af hugsjón að góðum málstað. Ég hvet fólk til að kynna sér Vísindasjóðinn, vísindamennina og rannsóknirnar á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Fyrst kortleggjum við, svo bætum við úr. Svo einfalt er það Hjá Krabbameinsfélaginu eru einnig stundaðar rannsóknir og stjórn félagsins stefnir að því að efla þann þátt starfseminnar enn frekar. Ein af rannsóknum félagsins er Áttavitinn, rannsókn á reynslu fólks af því að greinast með krabbamein og fá meðferð við því. Markmiðið með rannsókninni er að gefa fólki kost á að lýsa reynslu sinni og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar til að bæta aðstæður til framtíðar. Nú þegar hafa um 1300 manns svarað spurningalista rannsóknarinnar. Ég hvet þá sem hefur verið boðið að taka þátt að nýta tækifærið til að láta sína rödd heyrast og hafa áhrif til bóta fram á veginn. Frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna á heimasíðu félagsins krabb.is/rannsokn. Með margvíslegum stuðningi sínum í gegnum tíðina hefur fólk og fyrirtæki í landinu gert Krabbameinsfélaginu kleift að styðja við og stunda vísindastarf í áratugi. Með þínum stuðningi höldum við því áfram. Með kaupum á Bleiku slaufunni í ár leggur þú þitt af mörkum til krabbameinsrannsókna. Saman vinnum við að framförum – takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun