Viðskipti innlent

Kortin straujuð í auknum mæli innanlands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslendingar eyða peningum sínum innanlands í auknum mæli enda lítið um utanlandsferðir.
Íslendingar eyða peningum sínum innanlands í auknum mæli enda lítið um utanlandsferðir. Vísir/Vilhelm

Íslendingar straujuðu greiðslukortin sín innanlands í töluvert meiri mæli í september í ár en árið á undan. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um helming milli ára. Seðlabanki Íslands birti fyrr í vikunni gögn um veltu innlendra greiðslukorta í september. Hagsjá Landsbankans greinir frá.

Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 69 milljörðum króna og jókst um 7 prósent milli ára miðað við fast verðlag. Þetta er nokkur meiri aukning en mældist í ágúst þegar veltan jókst um 2%, sem var minni aukning en mældist á fyrri mánuðum sumars.

Önnur bylgja Covid-19-faraldursins virðist því hafa haft einhver áhrif á neysluvenjur ágústmánaðar, en þau áhrif svo fjarað út þegar leið á september, þrátt fyrir talsverða fjölgun smita þegar leið á mánuðinn.

„Síðan í maí, þegar fyrsta bylgja faraldursins var að líða undir lok, hefur mælst stöðug aukning á kortaveltu Íslendinga innanlands samanborið við sama mánuð í fyrra, enda lítið um utanlandsferðir og margir að bæta upp neyslu erlendis með aukinni neyslu innanlands. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis nam tæpum 9 mö. kr. í september, sem er samdráttur upp á 53% milli ára,“ segir í Hagsjá Landsbankans.

„Sóttvarnaraðgerðir voru hertar verulega í byrjun október, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, og er líklegt að þess sjáist merki í kortaveltu októbermánaðar, líkt og í fyrstu bylgju faraldursins. Hversu sterk áhrifin verða og hversu lengi þau vara, á þó eftir að koma í ljós og fer eftir því hversu mikið fólk breytir neysluhegðun sinni.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
0,12
17
309.567

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,26
10
16.774
ICEAIR
-4,21
32
29.111
MAREL
-3,67
27
228.409
EIK
-3,05
7
70.950
ICESEA
-2,79
7
105.175
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.