Viðskipti erlent

Apple kynnir ný tæki og tól

Samúel Karl Ólason skrifar
Kynningin hefst klukkan fimm í dag.
Kynningin hefst klukkan fimm í dag. AP/Mary Altaffer

Forsvarsmenn tæknirisans Apple munu kynna ný tæki og tól á netkynningu í kvöld. Fyrirtækið hefur varist fregna af viðburðinum sem hefjast á klukkan fimm í dag. Líklegt þykir að fyrirtækið muni kynna nýtt snjallúr og nýja spjaldtölvu.

Tvennum sögum fer af því meðal tæknimiðla ytra hvort iPhone 12 verður kynntur til leiks í dag. Flestir eru á þeim nótum að hann verði kynntur á sérviðburði í október, því framleiðsla hans er sögð hafa tafist vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Þar að auki er talið að síminn verði gefinn út í fleiri útgáfum en Apple hefur gert áður.

Það er þó ekki útilokað að síminn verði kynntur í kvöld.

Tækniblaðamenn eru á einu máli um að Apple sé að fara að kynna nýtt snjallúr. Sérstaklega með tilliti til þess að kynningin ber nafnið „Time Flies“ eða „Tíminn flýgur“.

Einnig er talið að Apple muni kynna nýja spjaldtölvu, iPad Air 4 og AirTags.

AirTags eru litlar flögur sem hægt er að festa við muni og tengja þá þannig snjalltækjum Apple. Þannig væri hægt að hengja flöguna á veski og sjá staðsetningu veskisins í símum Apple.

Jafnvel kemur til greina að Apple muni kynna nýja þætti eða kvikmyndir.

Þetta eru þó eingöngu vangaveltur.

Eins og áður segir á viðburðurinn að hefjast fimm í dag og verður hægt að fylgjast með honum á vef Apple.

Uppfært: Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd frá Apple eftir viðburðinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×