Viðskipti erlent

28.000 manns missa vinnuna hjá Walt Disney

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skemmtigarður Walt Disney í Orlando í Flórída var opnaður aftur í sumar en fáir hafa komið í garðinn.
Skemmtigarður Walt Disney í Orlando í Flórída var opnaður aftur í sumar en fáir hafa komið í garðinn. Getty/Olga Thompson

Bandaríska fyrirtækið Walt Disney hefur tilkynnt að 28.000 manns missi vinnuna í skemmtigörðum fyrirtækisins.

Ástæðan er áhrif kórónuveirufaraldursins á rekstur garðanna. Sumir þeirra eru lokaðir og aðrir opnir en viðskiptavinirnir fáir.

Josh D‘Amaro, stjórnandi skemmtigarða hjá Walt Disney, segir að það hafi verið erfið ákvörðun að segja upp svo miklum fjölda starfsmanna.

Ýmislegt annað hafi verið reynt áður en til þessa kom, til dæmis að minnka rekstrarkostnað og hætta við fjárfestingar. Þetta hafi hins vegar verið það eina í stöðunni vegna langvarandi áhrifa kórónuveirufaraldursins á reksturinn.

Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×