Jafnréttið kælt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. október 2020 16:31 Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Jafnréttismál Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun