Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 07:31 Jimmy Butler var stórkostlegur í nótt og hér skorar hann eina af körfunum sínum í leiknum. AP/Mark J. Terrill Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020 NBA Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020
NBA Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira