Golf

Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurð á Ítalíu.
Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurð á Ítalíu. GSÍ

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru staddir á Ítalíu þessa dagana þar sem þeir taka þátt í Italian Challenge-mótinu. Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn í dag á meðan Guðmundur Ágúst hefur lokið leik.

Þar sem fresta þurfti leik vegna veðurs í gær þá kláraðist annar dagur mótsins í dag Eftir tvöfaldan skolla á annarri holu mótsins hefur Haraldur leikið einkar vel. Alls hefur hann nælst sér í átta fugla og aðeins þrjá skolla. Hann lék frábært golf á öðrum hring og var fjórum höggum undir pari þegar hann átti fjórar holur eftir.

Því miður tapaði hann tveimur höggum þar en það kom ekki að sök. Hann lék hringina tvo á samtals þremur höggum undir pari og er jafn í 45. sæti sem stendur.

Það er þéttur pakki þar fyrir ofan og því á Haraldur góða möguleika á að lyfta sér verulega upp á þriðja hring mótsins.

Guðmundur Ágúst lék hringina tvo á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 88. sæti mótsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.