Körfubolti

Lakers komið hálfa leið að titlinum

Ísak Hallmundarson skrifar
LeBron James fór á kostum í gær og nálgast nú sinn fjórða meistaratitil á ferlinum.
LeBron James fór á kostum í gær og nálgast nú sinn fjórða meistaratitil á ferlinum. getty/Douglas P. DeFelice

Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn.

Lakers hefur unnið NBA sextán sinnum og með sigri í ár getur liðið jafnað Boston Celtics að titlum og þar með myndu þeir deila toppsætinu með þeim yfir sigursælustu liðin í sögu keppninar.

Los Angeles-liðið leiddi í hálfleik með 14 stigum, 68-54, en Miami rétti aðeins úr kútnum í seinni hálfleik og lokatölur 124-114 sigur Lakers.

LeBron James var besti maður vallarins með 33 stig, níu fráköst og níu stoðsendingar. Anthony Davis fylgdi fast á hæla hans með 32 stig og 14 fráköst, auk þess að vera með 75% skotnýtingu í leiknum, sem er lygilega gott.

Þess verður að geta að Miami var án tveggja lykilmanna í sínu liði í nótt. Þeir Goran Dragic og Bam Adebayo voru frá vegna meiðsla. Jimmy Butler leiddi stigaskot Heat með 25 stig og auk þess tók hann átta fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Næstur á eftir honum í stigaskori var miðherjinn Kelly Olynyk með 24 stig.

Þriðji leikurinn í seríunni fer síðan fram annað kvöld klukkan 23:30 að íslenskum tíma.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×