Loftslagsmálin og sveitarfélagið mitt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 2. október 2020 07:30 Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson Skoðun Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda Heiðrún Björk Gísladóttir Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir,Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Ný Selfossbrú yfir Ölfusá – bruðl eða skynsemi? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Nýsköpun án framtíðar? Erna Magnúsdóttir,Eiríkur Steingrímsson Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Útrýmum fátækt á Íslandi Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Úmbarassa-sa Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir,Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Útrýmum fátækt á Íslandi Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Nýsköpun án framtíðar? Erna Magnúsdóttir,Eiríkur Steingrímsson skrifar Skoðun Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson skrifar Skoðun Jafnlaunavottun átti aldrei að vera skylda Heiðrún Björk Gísladóttir skrifar Skoðun Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Ný Selfossbrú yfir Ölfusá – bruðl eða skynsemi? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Það er þetta með þorpið Dagný Gísladóttir skrifar Skoðun Kostir gamaldags samræmdra prófa Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Ábyrgð stjórnenda á netöryggi og NIS2 Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Uppeldi frá gamla einmenningar eins-skin-litar viðhorfum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Af ofurhetjum og störfum þeirra Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Eignafólk græðir mikið á vaxtastefnu Seðlabankans Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar Skoðun Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Spilling á Íslandi: Erum við að missa tökin? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Orkan á Vestfjörðum Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Smábátar eru þjóðhagslega hagkvæmari en togarar Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Vísindin vakna til nýsköpunar! Einar Mäntylä skrifar Skoðun Risastórt lýðheilsumál sem Alþingi hunsar Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Þess vegna býð ég mig fram Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar Skoðun Einstakur atburður og viðbúnaður Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar Skoðun Háskóli Íslands er ekki að sinna skyldum sínum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun og aðgerðum til að ná þeim markmiðum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem það hefur gert. Frá sóknaráætlun til samráðsvettvangsins og heim í hérað Í sóknaráætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru loftslagsmál eitt af forgangsverkefnum næstu ára, þar sem fyrsta skref verður að koma á stöðluðum mælingum á kolefnisspor sveitarfélaganna. Slíkar mælingar eru forsenda þess að hægt sé að setja fram áætlunanir til að draga úr kolefnisspori. Blásið hefur verið til samráðs og skapaður sérstakur vettvangur fyrir sveitarfélögin um land allt. Samráðsvettvangar hafa vissulega mikilvægu hlutverki að gegna til þess að miðla og deila reynslu og upplýsingum þannig að allir njóti góðs af. En ég spyr hvar er að finna áherslur sveitarfélaganna í Kraganum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd, í loftslagsmálum. Hvar eru þau sem hafa vopnin í höndum sér til þess að setja málið á dagskrá og hefjast handa? Hvar fer samtalið fram? Hvenær ætla Sjálfstæðismenn hér í Kraganum að stíga fram til að leiða þá umræðu og vinnu sem þarf til að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu setji sér loftslagsstefnu, líkt og Reykjavík hefur gert? Því miður fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu enn sem komið er. Í Garðabæ hefur hvergi verið stofnað til samtalsins eða vettvangnum fundinn staður þannig að kjörnir fulltrúar deili sýn og sameinist um leið. Loftslagsmál eru þannig mál að það skiptir máli að um þau skapist þverpólitísk samstaða. Það er samfélaginu öllu til heilla. Ekki er gott að segjahvers vegna Sjálfstæðismenn tala sig ekki hása í þessum málaflokki. Því má velta fyrir sér hvort um einhvers konar kerfislegt áhugaleysi sé um að ræða eða hvort samruni stjórnsýslu og pólitísks valds í þessum sveitarfélögum leiði umræðuna til stjórnsýslunnar í stað þess að hið pólitíska samtal eigi sér stað. Það lyktar einhvern veginn þannig. Mín ósk er sú að pólitískir valdhafar lofti út og bjóði upp á alvöru samtal. Að þau sem valdið hafa byggi umræðuna á lýðræðislegri vinnu þar sem aðkoma allra er sett ofar flokkadráttum eða kerfislægri villu sem felur embættismönnum ekki bara alla vinnuna heldur líka hina pólitísku stefnumótun. Það er skrýtin pólitík. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar.
Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir,Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð Skoðun
Skoðun Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir,Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar
Skoðun Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð skrifar
Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar
Vilja Grafarvogsbúar þéttingu meirihlutans í Reykjavík? Diljá Mist Einarsdóttir,Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Tekst Samfylkingunni að virkja lýðræðið - Tekst henni að færa kjósendum aukið vald Birgir Dýrfjörð Skoðun