Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Guðrún Ágústa Ágústsdóttir skrifar 1. október 2020 17:31 Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Sjá meira
Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Teymið okkar starfar þétt saman og höfum við góða yfirsýn yfir ástæður þess að fólk leiti til okkar. Ástæðurnar eru þó nokkrar. Ungmenni á aldrinum 13-18 ára hafa verið hvað útsettust fyrir fikti og neyslu vímuefna, þessi hópur hefur verið í hve mestri hættu á brottfalli út úr skóla, töluvert hefur borið á einangrun þeirra sem standa félagslega höllum fæti í þessum hópi, töluvert er um mikla spilun tölvuleikja og jafnvel tölvu og net fíkn. Það sem við sjáum og teljum einstaklega alvarlegt er að ofbeldi í þessum hópi ungmenna er mikið, alvarlegt og á stundum hrottalegt. Vopnuð ungmenni og hrottalegt ofbeldi Við í Foreldrahúsi höfum orðið varar við að stórir vinahópar myndast stundum á milli hverfa þar sem ungmenni ferðast á milli til að slást og stundum er þetta þannig að margir fara saman og ráðast á einn. Oft eru notuð þung barefli eins og skiptilyklar og hamrar sem dæmi eða önnur vopn eins og rafbyssur, kylfur, piparúði eða hnífar. Þung spörk látin dynja á höfði þess sem ráðist er á. Ofbeldisverkið er oft tekið upp á snjallsíma og sent á milli vinahópa til að hóta og eða myndum og myndböndum dreyft inn á samfélagsmiðlahópa þar sem allir geta séð, þá er búið að niðurlægja þann sem varð fyrir ofbeldinu fyrir alþjóð og er það hluti af ofbeldinu. Vopn ganga kaupum og sölum á appi og auðvelt er að kaupa þar hverskyns vopn og fíkniefni. Sölusíða með innfluttum vopna varningi er opin þeim sem vilja, spyr þar engin um aldur. Ástæður ofbeldisins eru oft á tíðum litlar sem engar, verið að rukka inn nokkra þúsundkalla eða einhver sagði eitthvað óviðeigandi við einhvern úr hópnum. Alvarlegar afleiðingar ofbeldis Til okkar leita þau ungmenni sem eru að takast á við alvarlegar afleiðingar þessara ofbeldisverka. Oftast ungir óharðnaðir strákar sem taka þátt og eða verða vitni að því þegar lúskrað er hrottalega á einstaklingi. Í þessum vinahópum á sér stað mikill hópþrýstingur. Valið stendur oft á milli þess að taka þátt eða verða sjálfur fyrir ofbeldi. Sumir drengir láta undan þrýstingi og eru ekki nægilega sterkir til að neita þátttöku. Þessir sömu drengir koma til okkar í áfalli eftir að hafa horft uppá ofbeldisverknað, þeir eiga erfitt með að sofa, þora ekki að vera einir á ferð af ótta við að verða „næstur í röðinni“. Þeir eru óttaslegnir og kvíðnir, fullir af sektarkennd og samviskubiti. Á þessu stigi málsins byrja þeir að deyfa sig með efnum til að róa taugakerfið sitt og til að slökkva á hugsunum um verknaðinn. Mál af þessu tagi vekur óhug og viljum við vekja athygli á alvarleika afleiðinga slíkra ofbeldisverka. Allir tapa Í mínum huga er það nokkuð ljóst að það tapa allir í ofbeldismálum sem þessum, sá sem verður fyrir ofbeldinu augljóslega, gerendur og áhorfendur hljóta skaða af nema hann er ekki sýnilegur. Við berum öll ábyrgð á að stöðva ungmenna ofbeldi. Við eigum að taka okkur fasta stöðu gegn ofbeldi og senda skýr skilaboð, við viljum ekki ofbeldi í okkar samfélagi! Höfundur er uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun