Viðskipti innlent

Einn mesti samdráttur síðustu hundrað ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustunni hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins.
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustunni hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Hagstofa Íslands spáir því í nýrri þjóðhagsspá sinni sem birt er í dag að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um 7,6% á þessu ári. Spáin tekur til áranna 2020 til 2026 að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar.

Ef spáin rætist yrði þetta einn mesti samdráttur í landsframleiðslu síðustu 100 ár:

„Áhrif kórónaveirufaraldursins (Covid-19) á hagkerfið hafa verið víðtæk. Ferðaþjónusta hefur nánast lamast og atvinnuleysi aukist til muna. Gert er ráð fyrir bata á næsta ári og að landsframleiðsla aukist um 3,9% á milli ára. Áætlað er að þjóðarútgjöld dragist saman um 3,6% í ár en að viðsnúningur verði á næsta ári og þau aukist um 3,9%.

Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 5% í ár og að atvinnuleysi verði að jafnaði 7,8%. Á næsta ári er spáð 4,2% aukningu einkaneyslu og að atvinnuleysi verði 6,8%. Útlit er fyrir að útflutningur dragist saman um 30% í ár en búist er við bata á næsta ári og rúmlega 17% vexti,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Þjóðhagsspána má sjá í heild sinni hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0,33
2
101.588

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-3,51
12
32.225
EIM
-3,19
3
966
ORIGO
-2,56
8
15.575
MAREL
-2,52
16
123.086
TM
-2,46
6
60.880
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.