Unga fólkið og stjórnmálin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. september 2020 19:16 Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar