Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 20:01 Veiking krónunnar hefur skilað sér hratt út í verðlagið að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október. Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október.
Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18
Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15