Viðskipti innlent

Verðbólga eykst enn á milli mánaða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verðbólga hefur aukist í hverjum mánuði frá því í júní.
Verðbólga hefur aukist í hverjum mánuði frá því í júní. Vísir/Vilhelm

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. Ekki hefur mælst meiri verðbólga frá því í maí í fyrra þegar hún mældist 3,7%. Verðbólga án húsnæðis mælist nú 3,9%.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að húsgögn, heimilisbúnaður og fleira hafi hækkað um 4% (áhrif á vísitöluna 0,22%) og að bílar hafi hækkað um 2,3% (áhrif á vísitöluna 0,12%).

Í maí og júní mældist tólf mánaða verðbólga 2,6% en síðan þá hefur hún farið hækkandi. Þannig mældist hún 3% í júlí og 3,2% í ágúst og hækkar aftur nú.

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×