Skoðun

Hælisleitendamál í ólestri

Sigurður Þórðarson skrifar

Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um ára­bil. Hann sýn­ist skorta nauðsyn­lega festu og hef­ur ekki reynst fær um að taka á vand­an­um. Stjórn­sýsl­an ræður ekki við að af­greiða um­sókn­ir inn­an viðun­andi frests og beinn kostnaður við fram­færslu hæl­is­leit­enda eykst hratt.

Á þessu ári er beinn kostnaður skatt­greiðend­a fjórir millj­arðar og fer ört hækk­andi. Þögn rík­ir um óbein­an kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sam­einuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi.

Ólíkt höfumst við að

Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum.

Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyr­ir að fólk leggi á sig hættu­ferð á mann­dráps­fleyt­um yfir Miðjarðar­hafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað.

Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.