Hælisleitendamál í ólestri Sigurður Þórðarson skrifar 29. september 2020 13:00 Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun