Viðskipti innlent

Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair hefur þynnst mjög út
Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair hefur þynnst mjög út Vísir/vilhelm

Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að hlutirnir sem gefnir voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráðir hjá Fyrirtækjaskrá í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group til kauphallar í tilefni þess að eignarhlutur LV fór niður fyrir fimm prósenta markið. LV var fyrir hlutafjárútboðið stærsti einstaki eigandi Icelandair Group.

Sem kunnugt er ákvað sjóðurinn hins vegar ekki að taka þátt í hlutafjárútboðinu og því var viðbúið að hlutur sjóðsins í félaginu myndi þynnast mikið út, líkt og nú hefur komið á daginn.

Lífeyrissjóðurinn á áfram jafn mörg hlutabréf í Icelandair Group og fyrir útboðið, en í því voru gefnir út 23 milljarðar nýrra hluta, og því þynnist eignarhlutur LV út. Í tilkynningu frá Icelandair Group til kauphallar fyrr í dag kemur fram að búið sé að gefa út hina nýju hluti, og að þeir verði afhentir þeim sem tóku þátt í útboðinu á morgun.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×