Kristófer þarf að treysta á hraðar hendur nefndarmanna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 15:00 Kristófer Acox var kynntur sem nýr leikmaður Vals á dögunum en er ekki kominn með félagaskipti frá KR. vísir/skjáskot Kristófer Acox þarf að treysta á að aga- og úrskurðanefnd KKÍ hafi hraðar hendur í vikunni, og úrskurði honum í vil, svo hann geti leikið með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld. Vistaskipti Kristófers frá KR til Vals hafa ekki gengið þrautalaust fyrir sig eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um. Landsliðsmaðurinn telur körfuknattleiksdeild KR skulda sér milljónir króna vegna vangoldinna launa en því er stjórn deildarinnar síður en svo sammála. KR-ingar neituðu að skrifa undir félagaskipti Kristófers til Vals og nú er spurning hvort hann fær þau í gegn áður en Valur mætir Stjörnunni í stórleik í 1. umferð Dominos-deildarinnar á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur KR frest þar til á morgun til að skila inn gögnum til aga- og úrskurðanefndar vegna málsins. Nefndin ætti því að hafa fengið öll gögn í hendurnar annað kvöld eða á miðvikudag, og þarf að vinna úr þeim áður en hún tekur ákvörðun í málinu. Ekki mun því enn vera ljóst hvenær nefndin fundar. Samningi Kristófers við KR var ekki skilað inn til KKÍ og á þeim forsendum virðist því útlit fyrir að nefndin heimili félagaskipti hans, líkt og í tilviki Kristins Marinóssonar sem fór frá Haukum til ÍR árið 2016. Spurningin er þó hvenær. Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Kristófer Acox þarf að treysta á að aga- og úrskurðanefnd KKÍ hafi hraðar hendur í vikunni, og úrskurði honum í vil, svo hann geti leikið með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld. Vistaskipti Kristófers frá KR til Vals hafa ekki gengið þrautalaust fyrir sig eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um. Landsliðsmaðurinn telur körfuknattleiksdeild KR skulda sér milljónir króna vegna vangoldinna launa en því er stjórn deildarinnar síður en svo sammála. KR-ingar neituðu að skrifa undir félagaskipti Kristófers til Vals og nú er spurning hvort hann fær þau í gegn áður en Valur mætir Stjörnunni í stórleik í 1. umferð Dominos-deildarinnar á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur KR frest þar til á morgun til að skila inn gögnum til aga- og úrskurðanefndar vegna málsins. Nefndin ætti því að hafa fengið öll gögn í hendurnar annað kvöld eða á miðvikudag, og þarf að vinna úr þeim áður en hún tekur ákvörðun í málinu. Ekki mun því enn vera ljóst hvenær nefndin fundar. Samningi Kristófers við KR var ekki skilað inn til KKÍ og á þeim forsendum virðist því útlit fyrir að nefndin heimili félagaskipti hans, líkt og í tilviki Kristins Marinóssonar sem fór frá Haukum til ÍR árið 2016. Spurningin er þó hvenær.
Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00
KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54