Handbolti

Aron skoraði fjögur í fjórtán marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
EHF FINAL4 Handball Champions Legaue 2019 epaselect epa07618117 Barca's Aron Palmarsson (C) in action against Vardar's Glab Kalarash (L) during the 2019 EHF FINAL4 Handball Champions League semi final match between Barca Lassa and HC Vardar in Cologne, Germany, 01 June 2019. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH
EHF FINAL4 Handball Champions Legaue 2019 epaselect epa07618117 Barca's Aron Palmarsson (C) in action against Vardar's Glab Kalarash (L) during the 2019 EHF FINAL4 Handball Champions League semi final match between Barca Lassa and HC Vardar in Cologne, Germany, 01 June 2019. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var á sínum stað í liði Barcelona þegar liðið heimsótti Guadalajara í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Börsungar hafa gígantíska yfirburði í spænskum handbolta og þeir áttu ekki í vandræðum með lið Guadalajara í kvöld.

Barcelona hafði fimm marka forystu í leikhléi, 10-15, og í síðari hálfleik stigu Börsungar á bensíngjöfina og unnu að lokum fjórtán marka sigur, 21-35.

Aron skoraði fjögur mörk en Dika Mem og Jure Dolenec voru markahæstir Börsunga með fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×