Umfjöllun: ÍBV - Valur 23-22 | ÍBV skellti Val Einar Kárason skrifar 26. september 2020 16:10 HK - Íbv olís deild kvenna í handbolta vetur 2020 -2021 Hsí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann eins marks sigur, 23-22, á Val í þriðju umferð Olís-deildar kvenna í dag. Mikil dramatík var undir lok leiksins enda spennan ansi mikil. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en ansi lítið var skorað. Einungis fimm mörk litu dagsins ljós fyrstu tíu mínúturnar og var sóknarleikurinn hjá báðum liðum nokkuð bagalegur. Sóknarleikurinn fór þó aðeins að hrökkva í gang er líða fór á leikinn en jafnræðið var áfram mikið. Flautumark Ásdísar Þóru Ágústsdóttur gerði það að verkum að Valur var einu marki yfir í hálfleik, 10-11. Áfram hélt spennan í Vestmannaeyjum en þegar stundarfjórðungur var eftir stigu Eyjastúlkur aðeins á bensíngjöfina. Þær náðu 3-1 kafla og náðu þannig að byggja upp fjögurra marka forskot, 22-18. Það bil náðu síðustu Íslandsmeistarar sem voru krýndir, Valsstúlkur, ekki að brúa og Eyjastúlkur unnu að endingu 23-22. Stór sigur fyrir Eyjastúlkur upp á framhaldið að gera sem eru á toppnum með fimm stig. Sunna Jónsdóttir var mögnuð í liði ÍBV. Hún skoraði tíu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir bætti við sex. Í liði Vals voru þær Mariam Eradze og Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæstar með fjögur mörk. Olís-deild kvenna ÍBV Valur
ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann eins marks sigur, 23-22, á Val í þriðju umferð Olís-deildar kvenna í dag. Mikil dramatík var undir lok leiksins enda spennan ansi mikil. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en ansi lítið var skorað. Einungis fimm mörk litu dagsins ljós fyrstu tíu mínúturnar og var sóknarleikurinn hjá báðum liðum nokkuð bagalegur. Sóknarleikurinn fór þó aðeins að hrökkva í gang er líða fór á leikinn en jafnræðið var áfram mikið. Flautumark Ásdísar Þóru Ágústsdóttur gerði það að verkum að Valur var einu marki yfir í hálfleik, 10-11. Áfram hélt spennan í Vestmannaeyjum en þegar stundarfjórðungur var eftir stigu Eyjastúlkur aðeins á bensíngjöfina. Þær náðu 3-1 kafla og náðu þannig að byggja upp fjögurra marka forskot, 22-18. Það bil náðu síðustu Íslandsmeistarar sem voru krýndir, Valsstúlkur, ekki að brúa og Eyjastúlkur unnu að endingu 23-22. Stór sigur fyrir Eyjastúlkur upp á framhaldið að gera sem eru á toppnum með fimm stig. Sunna Jónsdóttir var mögnuð í liði ÍBV. Hún skoraði tíu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir bætti við sex. Í liði Vals voru þær Mariam Eradze og Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæstar með fjögur mörk.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn