Lýðræðið spyr ekki að hentisemi Bjarni Halldór Janusson skrifar 25. september 2020 12:01 Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Stjórnarskrá Bjarni Halldór Janusson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Lýðræðið er mikið til umræðu þessa dagana. Hvenær er um eiginlegt „lýðræði“ að ræða? Hvað er æskileg kjörsókn? Skipta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur nokkru máli? – þetta eru meðal þeirra spurninga sem hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni, einkum vegna deilna um drög að nýrri stjórnarskrá. Það er kannski við hæfi að staldra aðeins við og ræða lýðræðishugtakið betur. Lýðræðisleg þátttaka Lýðræðið er margslungið hugtak sem erfitt er að festa reiður á. Kjarni lýðræðisréttarins er þó sá að stjórnvaldið heyri ekki eingöngu undir útvalda og einstaka. Jafnframt gefur lýðræðið okkur kost á að tjá skoðanir okkar, óskir og óánægju með friðsamlegum hætti. Sú upplýsingamiðlun tryggir að samfélagið mótist samkvæmt vilja fólksins og nær fram sáttum með því að leita lausna án ofbeldis. Þess vegna er æskilegast að sjónarmið sem flestra komi fram og að meginþorri þjóðarinnar taki þátt í hinu lýðræðislega ferli með einum eða öðrum hætti. Lýðræðið gerir þannig beinlínis kröfu um virka þátttöku almennings, því í lýðræðisskipulaginu er uppspretta stjórnmálavaldsins rakin til almennings. Vandinn er þó sá að dregið hefur úr kosningaþátttöku á síðastliðnum áratugum og vantraust í garð stjórnmála aukist. Þetta getur gefið misvísandi skilaboð um vilja þjóðarinnar og dregur jafnvel úr áreiðanleika lýðræðislegra niðurstaða. Jafnframt dregur dvínandi traust úr lögmæti skipulagsins sem við búum við. Flestir hugsa um kosningar þegar lýðræðið berst til tals – en hvernig getum við metið lýðræðið eingöngu út frá kosningum þegar lýðræðisleg þátttaka almennings birtist líka á fjölmörgum öðrum sviðum? Vantraust eykst þegar kröfum þjóðarinnar er ekki mætt. Líklegt er að nýlegar þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að nú séu annars konar þarfir í fyrirrúmi meðal íbúa vestrænna ríkja – sem ganga ekki eingöngu út á efnislega og efnahagslega þætti. Óánægðir lýðræðissinnar, svonefndir, láta óánægju sína í ljós með því að mæta ekki á kjörstaði og láta skoðanir sínar í ljós með öðrum hætti, svo sem með mótmælum og almennu andófi sínu. Þetta andóf beinist ekki endilega gegn einstökum kosningum, heldur beinist það fremur gegn kerfinu sem slíku. Nýja stjórnarskráin Hvað umræðuna um nýju stjórnarskrána varðar skiptir það ekki öllu máli að kjörsókn hafi eingöngu verið 49% - eða að atkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána árið 2012 hafi eingöngu verið ráðgefandi. Væru þau rök ávallt gild, hefðu sambandslögin árið 1918 ekki tekið gildi, enda var kjörsókn þá ekki nema 44% þó að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi samþykkt þau. Í Evrópuþingkosningum nær kjörsókn sjaldnast yfir 50%. Að sama skapi má vísa til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, þar sem ríflega 52% þjóðarinnar kaus með útgöngu í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Voru þær kosningar lýðræðislegri en kosningarnar um nýju stjórnarskrána, þar sem 67% kjósenda kusu nýja stjórnarskrá og yfir 70% og jafnvel 80-90% þeirra kusu með helstu tillögum hennar? Einfalt reikningsdæmi segir að svo sé ekki. Hefði fullyrðingin „ráðgefandi kosningar skipta ekki máli“ verið gild árið 2016, þá hefðu Bretar ekki yfirgefið Evrópusambandið, en þar datt fáum stjórnmálamönnum í hug að draga í efa niðurstöður kosninganna. Hefði fullyrðingin „kjörsókn verður að vera meiri en 50%“ átt við árið 1918, þá hefðu sambandslögin svonefndu, sem lögðu grunn að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki hlotið samþykki. Til að meta kosningarnar um nýja stjórnarskrá þurfum við einnig að meta það ferli sem átti sér stað við mótun tillagna hennar. Þjóðfundur með 950 einstaklingum völdum af handahófi lögðu til þau grunngildi sem skyldi hafa að leiðarljósi við mótun nýrrar stjórnarskrár. Í Stjórnlagaráði sátu 25 lýðræðislega kjörnir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og komu að vinnu nýrrar stjórnarskrár. Þar að auki komu fjölmargir aðrir áhugasamir að því starfi með athugasemdum sínum og ábendingum. Lýðræðislega þátttakan var því þó nokkur. Jafnframt má vísa til skoðanakannana, en þar hefur meirihluti aðspurðra lýst stuðningi við nýja stjórnarskrá, og sömuleiðis eru þeir fleiri sem segjast óánægðir en ánægðir með núgildandi stjórnarskrá. Hér með er ég ekki að taka afstöðu til kosninga ársins 2012 eða nýju stjórnarskrárinnar sem slíkrar. Ég er ekki að leggja mat á það hversu lýðræðisleg niðurstaða þeirra kosninga var, þó ég sé raunar þeirrar skoðunar að ekki megi gera lítið úr þeim. Ég er einfaldlega að benda á að svo margir þættir spila inn í og móta hið lýðræðislega ferli okkar. Það snýst ekki allt bara um nákvæmar prósentutölur og önnur formsatriði. Til að meta lýðræðislegan vilja þarf að horfa til annarra atriða sömuleiðis. Lýðræðið snýst fyrst og fremst um þátttöku almennings og virkt samráð við almenning er þannig nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Þess vegna ber okkur að meta vilja þjóðarinnar út frá öðrum þáttum en eingöngu þeim sem snúa að ákveðnum formsatriðum og prósentutölum kosninga. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun