Bilun hefur komið upp í tölvukerfi bílaframleiðandans Tesla og hafa eigendur bíla fyrirtækisins verið læstir úr bílum sínum. Útlit er fyrir að bilunin nái yfir Bandaríkin og Evrópu en fréttastofan hefur heyrt af Íslendingum sem ekki komast í bíla sína vegna bilunarinnar. Þeir hafa í rauninni ekki komist inn í smáforrit bílsins til að taka þá úr lás en lyklar hafa þó virkað.
Bilun þessi virðist þar að auki hafa byrjað í Bandaríkjunum, áður en hún kom upp hér á landi. Fyrirtækið hefur þó varist fregna af biluninni þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla ytra.
Tæknimiðillinn TechCrunch segir að innra kerfi Tesla hafi legið niðri í minnst klukkustund í dag. Í frétt TechCrunch segir að bilunin tengist mögulega öryggisuppfærslu í smáforritinu.
Tesla hefur selt fjölda bíla hér á landi síðan fyrirtækið opnaði útibú í fyrra.
Breaking: Tesla is currently having a complete network outage. Internal systems are down according to sources. On the customer side, I can't connect to any of my cars and website is not working. What about you? pic.twitter.com/fbj3s4SJC8
— Fred Lambert (@FredericLambert) September 23, 2020