Viðskipti erlent

Eigendur læstir út úr Teslum vegna bilunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Tesla hefur selt fjölda bíla hér á landi og notið mikilla vinsælda frá því fyrirtækið opnaði útibú hér í fyrra.
Tesla hefur selt fjölda bíla hér á landi og notið mikilla vinsælda frá því fyrirtækið opnaði útibú hér í fyrra. Vísir/Vilhelm

Bilun hefur komið upp í tölvukerfi bílaframleiðandans Tesla og hafa eigendur bíla fyrirtækisins verið læstir úr bílum sínum. Útlit er fyrir að bilunin nái yfir Bandaríkin og Evrópu en fréttastofan hefur heyrt af Íslendingum sem ekki komast í bíla sína vegna bilunarinnar. Þeir hafa í rauninni ekki komist inn í smáforrit bílsins til að taka þá úr lás en lyklar hafa þó virkað.

Bilun þessi virðist þar að auki hafa byrjað í Bandaríkjunum, áður en hún kom upp hér á landi. Fyrirtækið hefur þó varist fregna af biluninni þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla ytra.

Tæknimiðillinn TechCrunch segir að innra kerfi Tesla hafi legið niðri í minnst klukkustund í dag. Í frétt TechCrunch segir að bilunin tengist mögulega öryggisuppfærslu í smáforritinu.

Tesla hefur selt fjölda bíla hér á landi síðan fyrirtækið opnaði útibú í fyrra.


Tengdar fréttir

FÍB skorar á stjórnvöld að innleiða reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, skorar á íslensk stjórnvöld að innleiða Evrópu reglugerð um takmarkanir á mengun frá bílum. Innleiðingin hefur dregist úr hófi fram, sem gæti haft það í för með sér að framleiðendur selji ekki raf- eða hreinorkubíla hingað til lands og jafnvel ekki heldur til Noregs.

Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak

Tesla ætlar að framleiða Model 3 hlaðbak sem á að verða ódýrari og auka umsvif Tesla á heimsmarkaði. Eins hlaðbakurinn að vera andsvar við tilraunum eldri bílaframleiðenda til að keppa við Tesla samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,32
70
142.480
VIS
1,82
12
189.481
KVIKA
1,65
12
479.823
MAREL
1,24
24
423.219
HAGA
0,86
9
313.736

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,77
24
82.736
REITIR
-1,29
11
84.806
ORIGO
-0,57
3
4.773
ARION
-0,4
14
127.862
SJOVA
-0,3
6
87.765
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.