Viðskipti erlent

Ó­dýrari Tesla á markaðinn „eftir um þrjú ár“

Atli Ísleifsson skrifar
Athafnamaðurinn Elon Musk er stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla.
Athafnamaðurinn Elon Musk er stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla. Getty

Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gær tækni sem hann segir að muni leiða til framleiðslu bæði ódýrari og öflugri rafhlaða fyrir bílana.

Á kynningu Tesla, sem kölluð var Rafhlöðudagurinn, gaf Musk í skyn að möguleiki væri á að sjálfkeyrandi Tesla-bílar yrðu seldir á markaði fyrir um 25 þúsund dali, um 3,5 milljónir króna, „eftir um þrjú ár“. CNN segir frá þessu

Hann sagði það ávallt hafa verið draum fyrirtækisins að bjóða upp á rafbíla á viðráðanlegu verði.

Í frétt BBC segir að kynning Musk hafi þó ekki haft mikil áhrif á fjárfesta í gær.

Fullyrt var á kynningunni að rafhlöður sem eru nú í þróun gætu veitt bílum fimmfalt meiri orku, sexfalt meiri kraft og auka drægi bílsins á hverri hleðslu um 16 prósent. Þó er talið að einhver ár gæti tekið að koma hinni nýju tækni í notkun.

Kynningin fór fram fyrir fram 240 fjárfesta sem allir sáu í Tesla Model 3 bíl.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
3,8
14
115.633
REITIR
3,11
30
191.565
HAGA
2,62
16
198.059
FESTI
1,57
6
274.700
EIK
1,44
8
59.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,44
12
127.203
SIMINN
-0,87
7
220.228
TM
-0,42
1
47.200
ARION
-0,11
10
3.778.939
BRIM
0
1
1.200
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.