Samvinna í stað átaka Ingibjörg Isaksen skrifar 23. september 2020 17:45 Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun