Viðskipti erlent

Um 90 prósent starfs­fólks SAS sagt upp tíma­bundið

Atli Ísleifsson skrifar
Forstjórinn Robert Gustafsson segir að starfsemi flugfélagsins muni að stærstum hluta leggjast af tímabundið á morgun, 16. mars.
Forstjórinn Robert Gustafsson segir að starfsemi flugfélagsins muni að stærstum hluta leggjast af tímabundið á morgun, 16. mars. Getty

Norræna flugfélagið SAS hefur virkjað ákvæði samninga og sagt tímabundið upp um 90 prósent starfsfólks vegna áhrifa kórónuveirunnar á starfsemina. Er um að ræða um 10 þúsund manns.

Frá þessu greindi forstjórinn Rickard Gustafson á fréttamannafundi nú síðdegis. Þessi tímabundna uppsögn (n. permittering) felst í því að ríkið kemur að greiðslu launa að ákveðnum tíma loknum. Er þessi möguleiki fyrir hendi til að draga úr fjöldauppsögnum þegar hart er í ári. 

Hann vonast til að ekki muni koma til varanlegra uppsagna þó að ekki sé hægt að útiloka slíkt. Hann segir aðgerðirnar nauðsynlegar vegna stöðunnar sem upp er komin.

Gustafsson sagði að starfsemi flugfélagsins muni að stærstum hluta leggjast af tímabundið á morgun, 16. mars. Fáein flug eru áætluð hjá félaginu í næstu viku, sem snúa að því að koma Norðurlandabúum aftur til heimalandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,25
24
5.246
EIM
1,48
1
959
SYN
1,26
3
330
ICESEA
1,17
8
83.177
TM
0,7
2
18.879

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,23
10
116.903
EIK
-1,58
1
10.260
REITIR
-0,97
2
5.334
SIMINN
-0,76
9
206.046
HAGA
-0,7
11
129.534
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.