Handbolti

Íslendingalið Kristianstad taplaust á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés átti góðan leik er Kristianstad vann 13 marka sigur í kvöld.
Ólafur Andrés átti góðan leik er Kristianstad vann 13 marka sigur í kvöld. Christoffer Borg Mattisson/BILDBYRÅN

Íslendingalið Kristianstad hefur farið einkar vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið lagði Önnereds í kvöld með 13 marka mun, 33-20.

Landsliðsmennirnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með liðinu. Ólafur Andrés átti góðan leik í kvöld og skoraði fjögur mörk á meðan Teitur Örn hélt sig til hlés og skoraði aðeins eitt.

Kristianstad er á toppi deildarinnar með tvo sigra í tveimur leikjum.

Aron Dagur Pálsson lék með Al­ingsås sem lagði Hallby á heimavelli naumlega, 34-33. Aron Dagur skoraði eitt mark og segja má að hann hafi tryggt Al­ingsås sigurinn. Liðið er með einn sigur og eitt tap í tveimur leikjum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×