Golf

Thomas leiðir eftir besta hring frá upphafi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Justin Thomas og Tiger Woods voru samferða á fyrsta hring í dag. Tiger átti ekki alveg jafn góðan hring og Thomas.
Justin Thomas og Tiger Woods voru samferða á fyrsta hring í dag. Tiger átti ekki alveg jafn góðan hring og Thomas. Gregory Shamus/Getty Images

Opna bandaríska meistaramótið fór af stað með látum. Justin Thomas leiðir eftir fyrsta hring. 

Er þetta í 120. skipti sem mótið fer fram og aldrei hefur neinn fengið lægra skor en Thomas gerði í dag. Tiger Woods hefur talað um hvað Winged Foot er erfiður völlur fyrir kylfinga hvaðan að úr heiminum. 

Það voru þó nokkrir sem áttu afbragðshring í dag og þeirra bestur var Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas. Hann er sem stendur í þriðja sæti heimslistans og sýndi af hverju í dag.

Thomas fór hringinn á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann fékk sex fugla og einn skolla á þeim 18 holum sem hann lék í dag. Allar aðrar lék hann á pari.

Það er mjög stutt í næstu menn en Belginn Thomas Pieters ásamt Bandaríkjamönnunum Patrick Reed og Matthew Wolff léku allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru Norður-Írarnir Rory McIlroy og Lee Westwood ásamt Bandaríkjamanninum Xander Schauffele jafnir í fimmta sæti á þremur höggum undir pari.

Tiger Woods hefur átt betri hringi en hann lék á þremur höggum yfir pari og er jafn 16 öðrum kylfingum í 70. sæti mótsins sem stendur. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.