Gengið til kjörklefa Helgi Týr Tumason skrifar 17. september 2020 12:00 Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar