Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. september 2020 11:45 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir/Baldur Hrafnkell Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi í Borgartúni í gær um sólarhring eftir komuna. Hlutafjárútboðið hófst í gærmorgun og lýkur klukkan fjögur í dag. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Lögmaður Ballarin segir sóttvarnalög hafa verið brotin sökum misskilings. „Ég get staðfest að hún kom til landsins til þess að skoða mögulega á því að taka þátt í þessu hlutafjárútboði. Til þess að gera það hefur hún þurft að tala við fullt af fólki og sömuleiðis að átta sig á ýmsum stærðargráðum í hugsanlegri þátttöku hlutafjárútboðs af þessu tagi,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem aðstoðað hefur Ballarin hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu sat Ballarin á Te og Kaffi í Borgartúni í gær ásamt Gunnari Steini. Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. „Ég leyfi mér að fullyrða að Michele var í góðri trú um undanþágur sínar frá sóttvarnarreglum enda hefðum við ella aldrei sest niður á opinberum veitingastað,“ segir Gunnar Steinn. Á meðan þau sátu á kaffihúsinu fékk Gunnar Steinn símtal með ábendingu um að Ballarin ætti að vera í sóttkví og skömmu síðar fóru þau af kaffihúsinu. „Auðvitað myndi aldrei hvarfla að henni að brjóta þessar reglur í allra augnsýn og ennþá síður verandi í þessum flugtengdu erindagjörðum til landsins. Við yfirgáfum veitingastaðinn að sjálfsögðu samstundis og fundum síðar út að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða,“ segir Gunnar Steinn. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, segist hafa haft milligöngu um að Ballarin fengi undanþágu til að koma til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboðinu. „Hún fór í próf áður en hún kom sem var neikvætt og einnig við komuna til landins. Úr því kom niðurstaða nokkrum tímum síðar,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Hann segist bera ábyrgð á mistökum Ballarin. „Í hraða leiksins þá var hún búin að fara í tvær prufur og ég taldi að hún væri búin að uppfylla þær sóttvarnareglur sem giltu en síðan um leið og okkur var bent á að reglurnar væru með öðrum hætti þá brugðumt við strax við. Þá fór hún beint aftur á hótelið,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Páll vill ekki svara því hvort Ballarin hafi hitt fleiri eða farið á fleiri staði þegar hún átti að vera í sóttkví. Í fyrri útgáfu fréttarinnar birtust myndir af Ballarin á Te & kaffi í Borgartúni ásamt Gunnari Steini aðstoðarmanni hennar. Myndirnar voru birtar án leyfis höfundar og hafa að hans ósk verið fjarlægðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07 Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins í tilefni af hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi í Borgartúni í gær um sólarhring eftir komuna. Hlutafjárútboðið hófst í gærmorgun og lýkur klukkan fjögur í dag. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Lögmaður Ballarin segir sóttvarnalög hafa verið brotin sökum misskilings. „Ég get staðfest að hún kom til landsins til þess að skoða mögulega á því að taka þátt í þessu hlutafjárútboði. Til þess að gera það hefur hún þurft að tala við fullt af fólki og sömuleiðis að átta sig á ýmsum stærðargráðum í hugsanlegri þátttöku hlutafjárútboðs af þessu tagi,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem aðstoðað hefur Ballarin hér á landi. Samkvæmt heimildum fréttastofu sat Ballarin á Te og Kaffi í Borgartúni í gær ásamt Gunnari Steini. Samkvæmt sóttvarnareglum eiga allir þeir sem koma til landsins að undirgangast tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. „Ég leyfi mér að fullyrða að Michele var í góðri trú um undanþágur sínar frá sóttvarnarreglum enda hefðum við ella aldrei sest niður á opinberum veitingastað,“ segir Gunnar Steinn. Á meðan þau sátu á kaffihúsinu fékk Gunnar Steinn símtal með ábendingu um að Ballarin ætti að vera í sóttkví og skömmu síðar fóru þau af kaffihúsinu. „Auðvitað myndi aldrei hvarfla að henni að brjóta þessar reglur í allra augnsýn og ennþá síður verandi í þessum flugtengdu erindagjörðum til landsins. Við yfirgáfum veitingastaðinn að sjálfsögðu samstundis og fundum síðar út að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða,“ segir Gunnar Steinn. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, segist hafa haft milligöngu um að Ballarin fengi undanþágu til að koma til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboðinu. „Hún fór í próf áður en hún kom sem var neikvætt og einnig við komuna til landins. Úr því kom niðurstaða nokkrum tímum síðar,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Hann segist bera ábyrgð á mistökum Ballarin. „Í hraða leiksins þá var hún búin að fara í tvær prufur og ég taldi að hún væri búin að uppfylla þær sóttvarnareglur sem giltu en síðan um leið og okkur var bent á að reglurnar væru með öðrum hætti þá brugðumt við strax við. Þá fór hún beint aftur á hótelið,“ segir Páll Ágúst Pálsson, lögmaður Ballarin. Páll vill ekki svara því hvort Ballarin hafi hitt fleiri eða farið á fleiri staði þegar hún átti að vera í sóttkví. Í fyrri útgáfu fréttarinnar birtust myndir af Ballarin á Te & kaffi í Borgartúni ásamt Gunnari Steini aðstoðarmanni hennar. Myndirnar voru birtar án leyfis höfundar og hafa að hans ósk verið fjarlægðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07 Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
WOW Air hefur fraktflug Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu. 6. júní 2020 17:07
Endurvekja Facebook-síðu WOW Air Þetta er auðvitað ákveðið lífsmark með undirbúningsferlinu sem hefur staðið yfir í marga mánuði en hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. WOW world er ákveðið hugtak sem við höfum verið að nota og þetta er vísbending um að fólk sé að hugsa stórt segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður WOW Air. 3. febrúar 2020 21:35