Viðskipti innlent

WOW Air hefur fraktflug

Andri Eysteinsson skrifar
WOW Air er í eigu Michele Edwards, áður Ballarin.
WOW Air er í eigu Michele Edwards, áður Ballarin. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu.

Í Martinsburg, hefur félagið samkvæmt tilkynningunni, rúmlega 9000 fermetra flugskýli og vöruhús auk skrifstofupláss sem er 2322 fermetrar að stærð.

Félagið USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Edwards, áður Ballarin, keypti eignir þrotabús WOW Air eftir að félagið fór í gjaldþrot í mars á síðasta ári.

Edwards tilkynnti í september 2019 að jómfrúarflug yrði í október 2019 en því var frestað. Þá var jómfrúarflug boðað „innan fárra vikna“ í janúar síðastliðnum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×