Þórdís Kolbrún, ég vil sjá orkustefnu fyrir Ísland Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. september 2020 08:00 Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa mjög framarlega í orkumálum. Við höldum þó fram á veginn og nú stefnum við að því að hætta alfarið að nota jarðefnaeldsneyti en það er einn partur af þeim breytingum sem við verðum að tileinka okkur til að takast á við loftslagsbreytingar. Sumir gleyma þar að taka inn í myndina að breytingarnar sem okkar er krafist eru einnig betri nýting og aukin sjálfbærni. Einhvern tímann verðum við að stoppa og hugsa um það hvernig við notum orkuna. Í rauninni hefðum við þurft að gera það fyrir löngu. Oftar en einusinni hefur verið sett á fót nefnd með hið stóra verkefni að gera orkustefnu fyrir Ísland. Síðast átti orkustefnunefnd að skila af sér heilmótaðri stefnu í árslok 2018 samkvæmt vefsíðu stjórnarráðsins. Sú vinna dróst á langinn og nú hefur ekkert heyrst frá téðri nefnd í meira en ár. Þetta er flókið verkefni því hagsmunaaðilar eru margir og samspil þeirra flókið. Hægt er að gera sér í hugalund hvernig þetta samspil virkar í handbók í hagsmunagæslu fyrir umhverfið sem félag Ungra umhverfissinna gaf út í ár. Hagsmunaaðilar sem geta ekki tjáð sig eins og náttúran sjálf eiga oft til að verða undir í umræðunni. Aðeins framíðin mun leiða í ljós hversu verðmæt víðerni (e. wilderness) eru í raun og veru. Ekki endilega verðmæt í beinhörðum peningum heldur einfaldlega í tilveru sinni. Við viljum geta sagt framtíðar kynslóðum landsins að sú orka sem við framleiddum með öllum þeim fórnarkostnaði sem henni fylgir hafi verið skynsamlega varið á sjálfbæran hátt. Um þetta skrifuðu Ungir umhverfissinnar í umsögn sinni til 1. áfanga orkustefnu í febrúar 2019. Hvergi er þó til neitt plan um hvað á að gera við orkuna sem kannski mun verða til eða kannski mun losna þegar stóriðnaður á Íslandi breytist. Upplýsingarnar sem hægt er að nálgast eru misvísandi og til þess fallnar að hagsmunaaðilar geti valið það úr sem þeim hentar. ·Samkvæmt deildarstjóri kerfisstýringar hjá RARIK, þurfum við að virkja 300 MW ef við ætlum að ná fram orkuskiptum á landi fyrir 2030. ·Samkvæmt forstjóra orkuveitunnar eru 7,5% af núverandi rafmagni sem við framleiðum ekki í notkun og því engin ástæða til að virkja. ·Samkvæmt aðgerðaráætlun í stjórnvalda í loftslagsmálum 2020 skal hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi vera komið upp í 30% árið 2030. ·Samkvæmt grænni sviðsmynd í orkuspá orkustofnunnar er gert ráð fyrir 40% endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum á landi árið 2050. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að eiga neinar málefnalegar umræður um stöðu mála þegar slíkt stefnuleysi ríkir. Mismunandi er í hvaða tölur er vísað og orkuspá samræmist ekki aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Ég kalla eftir orkustefnu svo hægt sé að ræða um orkumál á Íslandi af alvöru. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun