Handbolti

Flestar úr Fram í landsliðshópnum

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir er ein af sex leikmönnum Fram í landsliðshópnum.
Ragnheiður Júlíusdóttir er ein af sex leikmönnum Fram í landsliðshópnum. VÍSIR/HAG

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Leikmennirnir spila allir hérlendis.

Í fréttatilkynningu frá HSÍ segir að vegna kórónuveirufaraldursins hafi ekki verið í boði að velja leikmenn sem spila erlendis í landsliðshópinn. Hópurinn mun koma saman í Vestmannaeyjum, þar sem landsliðsþjálfarinn er öllum hnútum kunnugur, og æfa þar dagana 28. september til 3. október.

Fram á flesta fulltrúa í hópnum eða sex leikmenn, Valur á fimm, ÍBV þrjá, HK og Stjarnan tvo hvort lið, og KA/Þór einn.

Áætlað er að næstu leikir landsliðsins verði í undankeppni HM 4.-6. desember, en Ísland er í riðli með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Leikið verður í Norður-Makedóníu, ef allt gengur að óskum.

Leikmannahópurinn

Markmenn:

Hafdís Renötudóttir, Fram 26 / 1

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram 0 / 0

Saga Sif Gísladóttir, Valur 0 / 0

Vinstra horn:

Perla Ruth Albertsdóttir, Fram 22 / 25

Sigríður Hauksdóttir, HK 14 / 31

Vinstri skytta:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV 32 / 60

Mariam Eradze, Valur 1 / 0

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 25 / 24 

Kristrún Steinþórsdóttir, Fram 0 / 0

Leikstjórnendur:

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan 35 / 27

Lovísa Thompson, Valur 18 / 28

Sunna Jónsdóttir, ÍBV 56 / 42

Hægri skytta:

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV / 112

Rut Jónsdóttir, KA/Þór 94 / 191

Hægra horn:

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK 0 / 0

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur 28 / 14

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Valur 150 / 282

Katrín Tinna Jensdóttir, Stjarnan 0 / 0

Steinunn Björnsdóttir, Fram 33 / 23

Starfslið:

Arnar Pétursson, þjálfari

Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari

Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri

Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari

Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

Jóhann Róbertsson, læknir

Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×