Handbolti

Flestar úr Fram í landsliðshópnum

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir er ein af sex leikmönnum Fram í landsliðshópnum.
Ragnheiður Júlíusdóttir er ein af sex leikmönnum Fram í landsliðshópnum. VÍSIR/HAG

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Leikmennirnir spila allir hérlendis.

Í fréttatilkynningu frá HSÍ segir að vegna kórónuveirufaraldursins hafi ekki verið í boði að velja leikmenn sem spila erlendis í landsliðshópinn. Hópurinn mun koma saman í Vestmannaeyjum, þar sem landsliðsþjálfarinn er öllum hnútum kunnugur, og æfa þar dagana 28. september til 3. október.

Fram á flesta fulltrúa í hópnum eða sex leikmenn, Valur á fimm, ÍBV þrjá, HK og Stjarnan tvo hvort lið, og KA/Þór einn.

Áætlað er að næstu leikir landsliðsins verði í undankeppni HM 4.-6. desember, en Ísland er í riðli með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Leikið verður í Norður-Makedóníu, ef allt gengur að óskum.

Leikmannahópurinn

Markmenn:

Hafdís Renötudóttir, Fram 26 / 1

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram 0 / 0

Saga Sif Gísladóttir, Valur 0 / 0

Vinstra horn:

Perla Ruth Albertsdóttir, Fram 22 / 25

Sigríður Hauksdóttir, HK 14 / 31

Vinstri skytta:

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV 32 / 60

Mariam Eradze, Valur 1 / 0

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 25 / 24 

Kristrún Steinþórsdóttir, Fram 0 / 0

Leikstjórnendur:

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan 35 / 27

Lovísa Thompson, Valur 18 / 28

Sunna Jónsdóttir, ÍBV 56 / 42

Hægri skytta:

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV / 112

Rut Jónsdóttir, KA/Þór 94 / 191

Hægra horn:

Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK 0 / 0

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur 28 / 14

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Valur 150 / 282

Katrín Tinna Jensdóttir, Stjarnan 0 / 0

Steinunn Björnsdóttir, Fram 33 / 23

Starfslið:

Arnar Pétursson, þjálfari

Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari

Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri

Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari

Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

Jóhann Róbertsson, læknir

Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðlafulltrúiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.