Vinstrimeirihlutinn í borginni klofinn Björn Gíslason skrifar 16. september 2020 15:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um Sundabraut og ekki síst í kjölfar ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í borginni.“ Ég held að flestir séu sammála seðlabankastjóra enda augljóslega með arðbærari verkefnum sem hægt er að fara í um þessar mundir. Verkefnið er ekki eingöngu arðbært efnahagslega heldur einnig samfélagslega. Þá mun verkefnið ekki einungis hafa þýðingu fyrir Reykvíkinga heldur munu áhrif Sundabrautar gæta víða á landinu enda tengist Sundabraut Vesturlandsveginum og hefur því áhrif á Vestur- og Norðurland. Með öðrum orðum mun Sundabraut ekki einungis minnka álagið á Ártúnsbrekku heldur mun hún bæta samgöngur Grafarvogshverfis til muna og jafnframt bæta samgöngur við landsbyggðina. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að Sundabraut mun hafa mikið gildi í almannavörnum höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir verulegu máli að greiðlega gangi að rýma höfuðborgarsvæðið ef þær aðstæður skapast. Óreiðan og hamagangurinn mikill Nú er svo komið að vinstrimeirihlutinn í borginni virðist klofinn í afstöðu sinni til Sundabrautar. Borgarstjóri talar um að langfarsælast sé að hafa Sundabraut í göngum á meðan píratinn, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, sagði í þættinum Sprengisandi fyrir stuttu að hún vildi frekar sjá „Sundaleið“ í nútímalegri hönnun, þ.e. brú þar sem gert er ráð fyrir hjólandi og gangandi. Svo virðist sem óreiðan og hamagangurinn sé svo mikill í herbúðum borgarstjórans og vinstrimeirihlutans að koma Sundabraut fyrir kattarnef að bæði er verið reisa hverfi sem áætlað er þeim sem kjósa að lifa bíllausum lífsstíl og smáhýsi á helgunarsvæði brautarinnar í Gufunesi. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar sagt að Sundabraut sé órjúfanlegur hluti Samgöngusáttmálans og ekkert verði af honum ætli menn ekki að heiðra þennan þátt samkomulagsins. Koma þarf böndum á óreiðuna innanhúss Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur með markvissum hætti í áraraðir tafið fyrir Sundabraut enda hefur engin vilji staðið til þess að greiða fyrir umferð almennt. Til marks um þetta þá hafði Vegagerðin um langt árabil beðið eftir að Reykjavíkurborg myndi taka afstöðu varðandi legu Sundabrautar en nokkrar leiðir voru færar við byggingu hennar. Vegagerðin lagði áherslu á svokallaða innri leið, sem gengur undir nafninu leið þrjú í daglegu tali, yrði farin en hún er við Gelgjutanga. Sú leið var langhagkvæmasti kosturinn fyrir legu Sundabrautar og var Reykjavíkurborg tilkynnt það að ef önnur og dýrari leið, en leið þrjú, yrði farin þyrfti Reykjavíkurborg að greiða mismuninn. Engu að síður ákvað Vinstrimeirihlutinn, sem nú hefur verið viðreistur af Viðreisn, að fara aðra leið og úthlutaði byggingalóðum á því svæði þar sem leið þrjú átti að koma og þar með datt út þessi hagkvæmasti kostur undir legu Sundabrautar. Ljóst er að gerð gangna er tugum milljarða dýrari framkvæmd en þverun Kleppsvíkur með lágbrú. Sundabraut liður í að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti Eitt er víst að skikka þarf þennan vinstrimeirihluta til að koma böndum á óreiðuna innanhúss en svo virðist sem verkefnið sé að valda töluverðri togstreitu innan hans. Þannig er mikilvægt að fá svör sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa við byggingu brautarinnar. Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg efnahagslega og samfélagslega eins og rakið hefur verið hér að ofan. Verkefni eins og Sundabraut yrði góð fjárfestingarleið fyrir lífeyrissjóði sem dæmi en lítið er um innlendar fjárfestingar vegna Kórónuveirunnar. Þannig mun verkefnið verða liður í að að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti en samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga hefur landsframleiðslan dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hérlendis. Hætt er við því að klofningur vinstrimeirihlutans í afstöðu sinni til legu Sundabrautar muni tefja að framkvæmdir geti hafist. Ekki er annað að skilja en formaður skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sé beinlínis mótfallinn verkefninu þrátt fyrir að borgin hafi samþykkt samgöngusáttmálann sem kveður á um Sundabraut. Mikilvægt er að taka ákvörðun um legu brautarinnar sem fyrst enda löngu kominn tími til ákvarðana varðandi legu hennar svo framkvæmdir geti hafist okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Greinin birtist fyrst í Grafarvogsblaðinu 16. september 2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Björn Gíslason Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um Sundabraut og ekki síst í kjölfar ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í borginni.“ Ég held að flestir séu sammála seðlabankastjóra enda augljóslega með arðbærari verkefnum sem hægt er að fara í um þessar mundir. Verkefnið er ekki eingöngu arðbært efnahagslega heldur einnig samfélagslega. Þá mun verkefnið ekki einungis hafa þýðingu fyrir Reykvíkinga heldur munu áhrif Sundabrautar gæta víða á landinu enda tengist Sundabraut Vesturlandsveginum og hefur því áhrif á Vestur- og Norðurland. Með öðrum orðum mun Sundabraut ekki einungis minnka álagið á Ártúnsbrekku heldur mun hún bæta samgöngur Grafarvogshverfis til muna og jafnframt bæta samgöngur við landsbyggðina. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að Sundabraut mun hafa mikið gildi í almannavörnum höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir verulegu máli að greiðlega gangi að rýma höfuðborgarsvæðið ef þær aðstæður skapast. Óreiðan og hamagangurinn mikill Nú er svo komið að vinstrimeirihlutinn í borginni virðist klofinn í afstöðu sinni til Sundabrautar. Borgarstjóri talar um að langfarsælast sé að hafa Sundabraut í göngum á meðan píratinn, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, sagði í þættinum Sprengisandi fyrir stuttu að hún vildi frekar sjá „Sundaleið“ í nútímalegri hönnun, þ.e. brú þar sem gert er ráð fyrir hjólandi og gangandi. Svo virðist sem óreiðan og hamagangurinn sé svo mikill í herbúðum borgarstjórans og vinstrimeirihlutans að koma Sundabraut fyrir kattarnef að bæði er verið reisa hverfi sem áætlað er þeim sem kjósa að lifa bíllausum lífsstíl og smáhýsi á helgunarsvæði brautarinnar í Gufunesi. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar sagt að Sundabraut sé órjúfanlegur hluti Samgöngusáttmálans og ekkert verði af honum ætli menn ekki að heiðra þennan þátt samkomulagsins. Koma þarf böndum á óreiðuna innanhúss Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur með markvissum hætti í áraraðir tafið fyrir Sundabraut enda hefur engin vilji staðið til þess að greiða fyrir umferð almennt. Til marks um þetta þá hafði Vegagerðin um langt árabil beðið eftir að Reykjavíkurborg myndi taka afstöðu varðandi legu Sundabrautar en nokkrar leiðir voru færar við byggingu hennar. Vegagerðin lagði áherslu á svokallaða innri leið, sem gengur undir nafninu leið þrjú í daglegu tali, yrði farin en hún er við Gelgjutanga. Sú leið var langhagkvæmasti kosturinn fyrir legu Sundabrautar og var Reykjavíkurborg tilkynnt það að ef önnur og dýrari leið, en leið þrjú, yrði farin þyrfti Reykjavíkurborg að greiða mismuninn. Engu að síður ákvað Vinstrimeirihlutinn, sem nú hefur verið viðreistur af Viðreisn, að fara aðra leið og úthlutaði byggingalóðum á því svæði þar sem leið þrjú átti að koma og þar með datt út þessi hagkvæmasti kostur undir legu Sundabrautar. Ljóst er að gerð gangna er tugum milljarða dýrari framkvæmd en þverun Kleppsvíkur með lágbrú. Sundabraut liður í að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti Eitt er víst að skikka þarf þennan vinstrimeirihluta til að koma böndum á óreiðuna innanhúss en svo virðist sem verkefnið sé að valda töluverðri togstreitu innan hans. Þannig er mikilvægt að fá svör sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa við byggingu brautarinnar. Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg efnahagslega og samfélagslega eins og rakið hefur verið hér að ofan. Verkefni eins og Sundabraut yrði góð fjárfestingarleið fyrir lífeyrissjóði sem dæmi en lítið er um innlendar fjárfestingar vegna Kórónuveirunnar. Þannig mun verkefnið verða liður í að að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti en samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga hefur landsframleiðslan dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hérlendis. Hætt er við því að klofningur vinstrimeirihlutans í afstöðu sinni til legu Sundabrautar muni tefja að framkvæmdir geti hafist. Ekki er annað að skilja en formaður skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sé beinlínis mótfallinn verkefninu þrátt fyrir að borgin hafi samþykkt samgöngusáttmálann sem kveður á um Sundabraut. Mikilvægt er að taka ákvörðun um legu brautarinnar sem fyrst enda löngu kominn tími til ákvarðana varðandi legu hennar svo framkvæmdir geti hafist okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Greinin birtist fyrst í Grafarvogsblaðinu 16. september 2020
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar