Viðskipti erlent

Draga úr framleiðslu PS5 vegna vandræða

Samúel Karl Ólason skrifar
Höfuðstöðvar Sony í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar Sony í Bandaríkjunum. EPA/John G. Mabanglo

Forsvarsmenn fyrirtækisins Sony er sagðir hafa neyðst til þess að draga úr framleiðslu Playstation 5 leikjatölvunnar vegna framleiðsluörðugleika. Samkvæmt heimildum Bloomberg verða um ellefu milljónir tölva framleiddar á þessu uppgjörsári hjá Sony, sem endar í mars, og var þeim fækkað um fjórar milljónir.

Samkvæmt Bloomberg hefur gengið hægt að framleiða nýja örflögu fyrir tölvuna.

Búist er við því að tölvan verði gefin út fyrir þessi jól.

Microsoft, helsti keppinautur Sony, tilkynnti nýverið að nýjast kynslóð Xbox leikjatölvunnar myndi rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Sony hefur þó enn varist allra fregna um útgáfudag og verð PS5.

Það gæti þó breyst í dag þar sem Sony ætlar að halda kynningu varðandi PS5. Sú kynning á að hefjast klukkan átta annað kvöld.

Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Sony ætlaði ekki að framleiða nema sex milljónir tölva á þessu uppgjörsári. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og aukin tölvunotkun samhliða faraldrinum leiddi þó til þess að þeim áætlunum var breytt og ákveðið að framleiða fleiri tölvur.

Fréttin hefur verið uppfærð. Kynning Sony er á morgun en ekki í dag, eins og stóð fyrst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,89
13
71.512
TM
1,38
12
126.834
ARION
0,97
43
436.036
VIS
0,83
19
326.708
SJOVA
0,74
15
102.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,76
13
147.050
HAGA
-1,63
32
298.357
SIMINN
-1,46
7
194.430
FESTI
-1,31
13
164.390
ICEAIR
-1,1
22
12.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.