Draga úr framleiðslu PS5 vegna vandræða Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2020 09:01 Höfuðstöðvar Sony í Bandaríkjunum. EPA/John G. Mabanglo Forsvarsmenn fyrirtækisins Sony er sagðir hafa neyðst til þess að draga úr framleiðslu Playstation 5 leikjatölvunnar vegna framleiðsluörðugleika. Samkvæmt heimildum Bloomberg verða um ellefu milljónir tölva framleiddar á þessu uppgjörsári hjá Sony, sem endar í mars, og var þeim fækkað um fjórar milljónir. Samkvæmt Bloomberg hefur gengið hægt að framleiða nýja örflögu fyrir tölvuna. Búist er við því að tölvan verði gefin út fyrir þessi jól. Microsoft, helsti keppinautur Sony, tilkynnti nýverið að nýjast kynslóð Xbox leikjatölvunnar myndi rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Sony hefur þó enn varist allra fregna um útgáfudag og verð PS5. Það gæti þó breyst í dag þar sem Sony ætlar að halda kynningu varðandi PS5. Sú kynning á að hefjast klukkan átta annað kvöld. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Sony ætlaði ekki að framleiða nema sex milljónir tölva á þessu uppgjörsári. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og aukin tölvunotkun samhliða faraldrinum leiddi þó til þess að þeim áætlunum var breytt og ákveðið að framleiða fleiri tölvur. PlayStation 5 Showcase broadcasts live this Wednesday at 1pm Pacific Time: https://t.co/W4gkVp7pdv pic.twitter.com/Nn33RT0yki— PlayStation (@PlayStation) September 12, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Kynning Sony er á morgun en ekki í dag, eins og stóð fyrst. Leikjavísir Sony Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Sony er sagðir hafa neyðst til þess að draga úr framleiðslu Playstation 5 leikjatölvunnar vegna framleiðsluörðugleika. Samkvæmt heimildum Bloomberg verða um ellefu milljónir tölva framleiddar á þessu uppgjörsári hjá Sony, sem endar í mars, og var þeim fækkað um fjórar milljónir. Samkvæmt Bloomberg hefur gengið hægt að framleiða nýja örflögu fyrir tölvuna. Búist er við því að tölvan verði gefin út fyrir þessi jól. Microsoft, helsti keppinautur Sony, tilkynnti nýverið að nýjast kynslóð Xbox leikjatölvunnar myndi rata í hillur verslana þann 10. nóvember. Sony hefur þó enn varist allra fregna um útgáfudag og verð PS5. Það gæti þó breyst í dag þar sem Sony ætlar að halda kynningu varðandi PS5. Sú kynning á að hefjast klukkan átta annað kvöld. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að Sony ætlaði ekki að framleiða nema sex milljónir tölva á þessu uppgjörsári. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og aukin tölvunotkun samhliða faraldrinum leiddi þó til þess að þeim áætlunum var breytt og ákveðið að framleiða fleiri tölvur. PlayStation 5 Showcase broadcasts live this Wednesday at 1pm Pacific Time: https://t.co/W4gkVp7pdv pic.twitter.com/Nn33RT0yki— PlayStation (@PlayStation) September 12, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Kynning Sony er á morgun en ekki í dag, eins og stóð fyrst.
Leikjavísir Sony Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent