Skoðun

Burn-Out

Gunnar Dan Wiium skrifar

Í kringum mig sé ég manneskjur í bugun. Kulnun, burn out, kvíða, hraða og ráðaleysi. Manneskjur í fullri vinnu með menntun á bakinu detta í veikindarleyfi hægri vinstri með vottorð sér til stuðnings. 

Í örvæntingu leita þessar manneskjur úræða í því formi sem við lítum á sem okkar ytri raunveru. Formið gefur ástandinu nafn og við skýlum okkur þar eftir bakvið spjaldið sem stimplað er. Við kennum vinnuálagi um, skilnuðum, covid eða bara einfaldlega að við kannski höfum óvart eignast of mörg börn.

Hver ætli ástæðan sé fyrir þessu? Því þetta virðist einstaklingsbundið. Sumir virðast missa stjórnina á meðan aðrir virðast halda henni, og þá meina ég ekki að haldið sé fast heldur laflaust í tauminn með bros á vör. 

Þar liggur kannski svarið, lauflétt haldið um tauminn? Svarið liggur náttúrulega í nálgun og getu hvers og eins til að upplifa það sem kemur, það sem er. Getan er svo ástand innan vitundar hvers og eins.

Þarna stoppa flestir, við nennum ekkert að hlusta á né lesa svona djöfulls rugl, innan vitundar hvað?!? Hvað er maðurinn að tala um! 

En ef svo ólíklega vill til að þú sért en að lesa þá vill ég meina að vitundin sé ramminn sem hýsir efnið í háréttu hlutfalli við rýmið, no-matter.

Hlutfallið er gullið ef geta til afgreiðslu hverrar eindar fyrir sig er möguleg með rými allt um kring. Sjúkt vitundarástand sem úumflýjanlega drífur okkur í burn out ef ekki er slakað á taumnum, lýsir sér í raun sem skörum einda innan vitundar og fyrir vikið gerir afgreiðslu, athygli, meltingu ómögulega. 

Í dag, nútíma heimi, er svo margt sem kallar. Gríðarlegur hraði í samfélagi hvað varðar magn og ferðatíma upplýsinga. Ofan á þessar veldisaukningu í upplýsingarflæði leggst ofan á boðefnasvindlið sem svo margir eru orðnir háðir í einhverju formi, sem eru samfélagsmiðlar, fréttamiðlar, tölvuleikir osfr. Við segjum söguna um okkur í gegnum gerviheim sem hylur raunina eins og mara pensluð með micróskópískum dropa af dópamini.

Athygli okkar eða athyglisgáfa er sprengd og sjáum við það best í börnunum okkar sem mörg hver samkvæmt hinum og þessum könnunum eiga erfiðara og erfiðara að lesa til dæmis. Við þurfum að sporna á móti þessu ástandi sem er orðið. Við gerum það með að endurtengja okkur við það sem er, náttúru, andardrátt. Hugmyndin um það eitt og sér er næs en það er svo ekki nóg. Við þurfum kerfisbundið að fara inn í raunverulega iðkun. Iðkun sem snýr að kyrjun með innhverfri íhugun. Við verðum að þvinga okkur með ákvörðun og miklum viljastyrk í iðkun sem leiðréttir þessa vitundarskekkju.

Mantran verður bolurinn sem við göngum eftir, bolurinn sem ég sný tilbaka til er greinin er farin að svigna undan fótum mér. Mantran, sem getur verið andardráttur, orð eða setning síendurtekin í hljóði eða upphátt, er sú sem endurstillir getu manneskjunar til að gefa gaum.

Ensk þýðing á orðinu meditation er to ponder, virða fyrir sér, to contemplate. Umhverfis hverja eind skapast rými til afgreiðslu, til meltingar.

Svona verður allt okkar líf að vera, allar eindir verða að njóta sín án skörunar annara einda nema að um beinan, raunverulegan tilgang skörunar sé um að ræða. Svo ég fullyrði hér með að kulnun, burn out, eru bara orð, ekki fyrirbæri eða sjúkdómur. Bara orð sem lýsa vitundarástandi. Vitundarástandi sem skapast af of mikilli hugsun, of miklu stöffi. Vitundar ástand sem ekki er leiðrétt með auknum aðferðum, flokkunum á þeim eindum sem eru. Vitundarástandi sem ekki lagast við að tala og tala og tala. Vitundarástand sem ekki er lagað með lyfjum nema sem tímabundin lausn undan einkennum.

Það eina sem réttir okkur af er kerfisbundin mantra sem og uppgjör fortíðar í kjölfarið. Leggjum frá okkur síman, leggjum frá okkur taumhald hvítra hnúa og sleppum tökunum. Kreppa-sleppa.

Höfundur er smíðakennari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×