Handbolti

„Þetta er galið rautt spjald“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarinn Stefán Darri Þórsson fékk rautt spjald fyrir þetta brot í leik KA og Fram í KA-húsinu.
Framarinn Stefán Darri Þórsson fékk rautt spjald fyrir þetta brot í leik KA og Fram í KA-húsinu. Skjámynd/S2 Sport

Mikill hasar var í leik KA og Fram í fyrstu umferð Olís deildar karla um helgina þar sem heimamenn í KA unnu mikilvægan tveggja marka sigur.

Seinni bylgjan fjallaði að sjálfsögðu um leikinn og ekki síst rautt spjald sem fór þar á loft. Framarinn Stefán Darri Þórsson var þá sendur snemma í sturtu af dómurum leiksins.

„Við skulum bara vinda okkur í hasarinn og skoða rautt spjald sem Stefán Darri Þórsson fékk í þessum leik. Við sjáum það hér. Ný spyr ég bara: Er þetta rautt?,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til sérfræðinganna.

Henry Birgir sýndi undir myndband af atvikinu þar sem Stefán Darri Þórsson lendir á eftir Patreki Stefánssyni sem nær þó að skora áður en hann skall á Framaranum Ægi Hrafn Jónssyni.

„Þetta er galið rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

„Þetta er ekki Stefán Darri því að er Ægir sem kýlir hann,“ skaut Henry Birgir Gunnarsson inn í.

„Þetta er aldrei rautt spjald í mínum huga og ef þeir ætla að gefa rautt spjald þá gefa þeir það vitlausum manni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

„Þeir gáfu merki um að hann hefði farið aftan í hann en hann er með höndina niðri þegar hann fór aftan í hann. Þetta er bara bull, því miður. Þetta eru tvær mínútur í mesta lagi,“ sagði Jóhann Gunnar.

Hluti af sögunni er að í sókninni áður vildu Framara fá rautt spjald sem þeir fengu ekki á KA-menn.

Það má finna alla umfjöllunina um hasarinn á Akureyri úr Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Mikill hasar á Akureyri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×