Golf

Besti árangur Ís­lands frá upp­hafi á EM í golfi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. mynd/gsí

Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri.

Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð.

Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar.

Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM.

Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.