Viðskipti erlent

Ráðast í breytingar á „mar­tröð endur­vinnslu­mannsins“

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru um þrjár milljónir Pringles-staukar framleiddir í Evrópu á hverjum degi.
Alls eru um þrjár milljónir Pringles-staukar framleiddir í Evrópu á hverjum degi. Getty

Framleiðslufyrirtæki kartöfluflagnanna Pringles ætla sér að ráðast í endurbætur á hinum sérstöku umbúðum eftir gagnrýni um að nær ómögulegt sé að endurvinna þær.

BBC segir frá því að umbúðirnar hafi af umhverfissamtökum verið kallaðar „martröð endurvinnslumannsins“.

Þær eru sérstök smíði þar sem botninn er úr málmi, lokið úr plasti, álfilmu er að finna undir lokinu og svo málmhúðaður pappastaukur.

Forsvarsmenn Kellogg, framleiðanda Pringles, segja að prófanir með nýjar umbúðir standi nú yfir þó að sérfræðingar telji mögulega lausn ekki vera á þann veg að auðvelt yrði að endurvinna allar umbúðirnar.

Um 90 prósent nýja stauksins er úr pappa og um 10 prósent er plastvörn sem ver flögurnar frá því að raki og súrefni komist í þær og skemmi bragðið. Svo sé verið að gera prófanir bæði með lok úr endurvinnanlegum pappa og plasti.

Hönnun nýja stauksins hefur verið í þróun í einhverja tólf mánuði. Flögurnar eiga að þola um fimmtán mánuði í búðarhillum áður en bragðið fer að skemmast, en alls eru um þrjár milljónir Pringles-stauka framleiddir í Evrópu á hverjum degi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.