Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2020 11:54 Eftir gríðarlega fjölgun farþega á undanförnum tíu árum gera áætlanir Icelandair fyrir næsta sumar ráð fyrir að einungis verði flogin um helmingur þess flugs sem flogið var sumarið 2015. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstri félagsins vegna kórónuveirufaraldursins dragist ekki á langinn. Félagið reikni með að byggja leiðarkerfið hægt upp frá næsta vori og næsta sumar verði ekki flogið nema tæplega helmingur þess sem gert var árið 2015. Hluthafafundur Icelandair Group gaf stjórn félagsins heimild í gær til að auka hlutafé Icelandair um allt að 23 milljarða og áskrift til hluthafa um allt að 5,7 milljarða á næstu tveimur árum að auki. Hlutafjárútboðið hefst á fimmtudag í næstu viku og lýkur í lok viðskipta á föstudag. Hluthafafundur Icelandair á hótel Nordica í gær samþykkti einróma að veita stjórn félagsins heimild til að afla allt að 23 milljarða í auknu hlutafé og allt að 5,7 milljarða að auki í áskrift til hluthafa á næstu tveimur árum.Vísir/Sigurjón Eitt af skilyrðum Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair er að félagið greiði ekki út arð á meðan ábyrgðirnar eru í gildi og lán sem hugsanlega verði tekin út á þær eru ógreidd. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir slík lán vera til þrautavara. „Við gerum ráð fyrir því í þessari grunnsviðsmynd sem við vorum að fara yfir hér áðan að við munum ekki draga á lánalínur sem ríkissjóður er að ábyrgjast. Erum að gera ráð fyrir að vera komin á svipaðan stað í framleiðslunni 2024 og við vorum á árunum 2018 og 2019 og að félagið verði farið að skila hagnaði árið 2022,“ segir forstjórinn. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstrinum vegna kórónufaraldursins dragist ekki á langinn.Vísir/Sigurjón Félagið gæti því hugsanlega farið að greiða út arð eftir fjögur ár eða 2024. Reiknað sé með hægum bata í rekstrinum frá vormánuðum næsta árs. „Við erum ekki að gera ráð fyrir að næsta sumar verði stórt í okkar rekstri. Gerum ráð fyrir að fljúga tæplega helminginn af því sem við gerðum árið 2015 næsta sumar. Þannig að við byrjum á að byggja leiðarkerfið aftur upp næsta vor hægt og rólega. En það er mikilvægt að þessi óvissa dragist ekki mjög á langinn og eftirspurn fari að taka við sér.“ Og að Bandaríkin opni? „Að Bandaríkin opni. Það er mikilvægt fyrir okkar tengimódel sem er mikilvægur þáttur í okkar viðskiptalíkani,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49 Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstri félagsins vegna kórónuveirufaraldursins dragist ekki á langinn. Félagið reikni með að byggja leiðarkerfið hægt upp frá næsta vori og næsta sumar verði ekki flogið nema tæplega helmingur þess sem gert var árið 2015. Hluthafafundur Icelandair Group gaf stjórn félagsins heimild í gær til að auka hlutafé Icelandair um allt að 23 milljarða og áskrift til hluthafa um allt að 5,7 milljarða á næstu tveimur árum að auki. Hlutafjárútboðið hefst á fimmtudag í næstu viku og lýkur í lok viðskipta á föstudag. Hluthafafundur Icelandair á hótel Nordica í gær samþykkti einróma að veita stjórn félagsins heimild til að afla allt að 23 milljarða í auknu hlutafé og allt að 5,7 milljarða að auki í áskrift til hluthafa á næstu tveimur árum.Vísir/Sigurjón Eitt af skilyrðum Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair er að félagið greiði ekki út arð á meðan ábyrgðirnar eru í gildi og lán sem hugsanlega verði tekin út á þær eru ógreidd. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir slík lán vera til þrautavara. „Við gerum ráð fyrir því í þessari grunnsviðsmynd sem við vorum að fara yfir hér áðan að við munum ekki draga á lánalínur sem ríkissjóður er að ábyrgjast. Erum að gera ráð fyrir að vera komin á svipaðan stað í framleiðslunni 2024 og við vorum á árunum 2018 og 2019 og að félagið verði farið að skila hagnaði árið 2022,“ segir forstjórinn. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstrinum vegna kórónufaraldursins dragist ekki á langinn.Vísir/Sigurjón Félagið gæti því hugsanlega farið að greiða út arð eftir fjögur ár eða 2024. Reiknað sé með hægum bata í rekstrinum frá vormánuðum næsta árs. „Við erum ekki að gera ráð fyrir að næsta sumar verði stórt í okkar rekstri. Gerum ráð fyrir að fljúga tæplega helminginn af því sem við gerðum árið 2015 næsta sumar. Þannig að við byrjum á að byggja leiðarkerfið aftur upp næsta vor hægt og rólega. En það er mikilvægt að þessi óvissa dragist ekki mjög á langinn og eftirspurn fari að taka við sér.“ Og að Bandaríkin opni? „Að Bandaríkin opni. Það er mikilvægt fyrir okkar tengimódel sem er mikilvægur þáttur í okkar viðskiptalíkani,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49 Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31
Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49
Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25