Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2020 18:31 Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. Hlutafjárútboð Icelandair hefst á miðvikudaginn í næstu viku og lýkur daginn eftir. Á hlutahafafundi í dag fór Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins yfir áætlanir þess til næstu fjögurra ára. Á meðfylgjandi mynd sést á neðstu línunni hver staða félagsins hefði orðið án nokkurra aðgerða, með allt að 150 milljón dollara tapi, línan þar fyrir ofan sýnir stöðuna eftir samninga við lánadrottna, gráa línan sýnir áætlanir Icelandair fyrir Covid og línan þar fyrir ofan stöðuna að loknu hlutafjárútboði. Efst trónir svo ríkisábyrgð á lánalínum, sem félagið vonar að það þurfi ekki að nýta. „Við erum að vinna okkur í gegnum mikla óvissutíma. En ég er mjög bjartsýnn á að þetta verkefni klárist farsællega og hlutafjárútboðið takist. Enda eru tækifæri fyrir okkar félag mjög mikil að okkar mati,“ segir Bogi. Félagið hafi meðal annars verið í samskiptum við lífeyrissjóðina sem vonandi taki þátt í útboðinu þar sem safna á allt að 23 milljörðum í nýju hlutafé. Gera ráð fyrir hiki hjá farþegum Óvissa ríkir hins vegar um framtíð Max-flugvélanna og ljóst að farþegar verði sumir tregir til að fljúga með þeim. En félagið telur engu að síður að þær muni þjóna Icelandair vel til lengri tíma litið. „Varðandi viðtökur okkar viðskiptavina og farþega teljum við að það verði eitthvað hik á okkar farþegum og viðskiptavinum eins og annarra flugfélaga í einhverjar vikur. En það muni ekki taka langan tíma að farþegar og viðskiptavinir okkar og annarra flugfélaga muni taka þessar flugvélar í sátt,“ segir Bogi. Flugvélarnar verði væntanlega komnar í notkun næsta vor en ekki sé reiknað með að félagið fari að skila hagnaði fyrr en árið 2022. „Og komin á ágætis stað varðandi eiginfjárhlutföll og þess háttar í lok spátímabilsins sem er (20)24. Þá gæti félagið hugsanlega farið að greiða arð eða nýta fé í arðbærar fjárfestingar,“ segir Bogi að lokum.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira