Drusla Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 10. september 2020 08:00 Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mál ensku landsliðsmannanna sem brutu reglur um sóttkví er þeir fengu heimsókn frá tveimur íslenskum stúlkum upp á hótel til sín um liðna helgi. Ekki nóg með að þeir væru í keppnisferð með enska landsliðinu hér á landi heldur er annar leikmaðurinn í sambandi og á barn. Ég held að við séum öll sammála um að stúlkurnar tvær sýndu dómgreindarleysi þegar þær fóru á fund við leikmennina á sunnudagskvöldið. En hey, við höfum öll verið tvítug og gert ýmislegt sem við erum ekki stolt af. Auk þess voru leikmennirnir í sóttkví en ekki þær og brutu þeir því sóttvarnarreglur með því að bjóða stúlkunum í heimsókn. Glæpurinn er þeirra. Stúlkurnar fóru sem sagt og hittu fótboltamennina en fram hefur komið að þær hafi ekki vitað að þeir væru í sóttkví. Ef sætur strákur byði mér í partý upp á hótelherbergi væri fyrsta spurningin líklega ekki: „ertu í sóttkví?“ heldur miklu frekar: „á hvaða hóteli ertu og á ég að koma með snakk?“ Ég hefði líklega ekki lagt saman tvo og tvo og fengið út að viðkomandi væri í sóttkví. Virkir í athugasemdum eru hins vegar svo fullkomnir að þeir hefðu brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum sem og öðrum. Umræðan um þetta mál síðustu daga hefur verið yfirgengileg. Dómharkan, sleggjudómarnir og skítkastið sem stúlkurnar hafa fengið yfir sig í athugasemdakerfum netmiðlana er viðkomandi til háborinnar skammar. Þær hafa verið kallaðar druslur og hórur. Auk þess að vera sakaðar um að stunda vændi. Og af hverju? Jú, þær frömdu víst þann stórkostlega glæp að hitta stráka á hóteli. Þetta viðhorf er ekki eingöngu að finna í netheimum þó svo að niðurrifsstarfsemi nútímans fari að mestu fram þar. Samfélagið allt hefur lengi litið á það sem alvarlegan glæp að íslenskar konur eigi samneyti við menn af erlendu bergi brotnir. Sérstaklega ef erlendu mennirnir eru þekktir og hafa birst á síðum glans tímaritanna. Eða tilheyra erlendum her líkt og á tímum ástandsins. Ef slíkt spyrst út fá konur á sig hinn alræmda stimpil: Drusla. Hins vegar gleymist að það þarf tvo til þegar kynlíf er stundað og sleppa strákarnir merkilega létt við drusluumræðuna. Og hinn óþolandi druslustimpil. Strákarnir eru hetjur ef þeir eru með mörgum konum en stelpurnar druslur ef þær leika sama leik. Þetta stef ómar nú sem aldrei fyrr í athugasemdakerfum netmiðlana. Þar eru stúlkurnar sem hittu ensku landsliðsmennina kallaðar öllum illum nöfnum. Þeir sem eru hvað háværastir í þeirri umræðu er fullorðið fólk sem tjáir sig um tvær ungar stúlkur, sem það þekkir ekki neitt, á þann hátt að öllu venjulegu fólki ofbýður. Fullorðið fólk sem hlýtur að vera svo fullkomið að það hefur aldrei gert neitt án þess að hugsa eða var heimskulegt þegar á hólminn var komið. Orðin sem hafa verið notuð um stúlkurnar tvær segir meira um innræti virkra í athugasemdum en nokkuð annað. Höfundur er félagsfræðingur og hefur starfað við blaðamennsku.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun