Viðskipti erlent

Heita því að flýta ekki bóluefni um of

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp.
Rússar nefndu bóluefni sitt „Spútnik“ í höfuðið á fyrsta gervitungli mannkynsins sem Sovétmenn skutu upp. Vísir/EPA

Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun þess á kostnað gæða.

Gríðarleg eftirvænting er eftir bóluefni vegna Covid-19 og eru fjölmörf fyrirtæki og vísindastofnanir að vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni sem virkar gegn Covid-19 en sé á sama tíma öruggt að nota, þannig að það skapi ekki fleiri vandamál en það á að leysa.

Fyrirtækin sem um ræðir eru á meðal stærstu lyfjaframleiðenda heims en þau eru Pfizer, GlaxoSmithKline, AstraZeneca, Johnson & Johnson, Merck & Co, Moderna, Novavax, Sanofi og BioNTech.

Talsmenn fyrirtækjana segja samkomulagið sögulegt en því hefur verið velt upp að sum fyrirtæki, stofnanir og ríki geti freistast til þess að gefa út bóluefni án þess að gengið sé úr skugga um það sé nægjanlega öruggt, svo hægt sé að leysa heimsbyggðina úr viðjum kórónuveirunnar.

Ekkert af þeim bóluefnum sem nú eru í þróun hafa verið prófuð á stórum skala en Rússar hafa heimilað notkun á bóluefni sem þróað var þar í landi, þó að vestrænir vísindamenn hafi efast um gagnsemi þess.


Tengdar fréttir

„Þátttakan er númer eitt, tvö og þrjú“

Kvensjúkdómalæknir mælir með að ungar stúlkur séu bólusettar við HPV-veirunni, því bólusetningin geti veitt þeim nánast fullkomna vörn. Það sé hins vegar lykilatriði að konur mæti í skimun fyrir leghálskrabbameini þegar þær fá boðun í hana.

Vill ekki draga of víðtækar ályktanir af tilraun Rússa með bóluefni

Þátttakendur í fyrstu rannsókn rússneskra vísindamanna á bóluefni við kórónuveirunni mynduðu mótefni gegn veirunni og hlutu ekki alvarlegar aukaverkanir. Sóttvarnarlæknir telur þó varhugavert að draga of miklar ályktanir af rannsókninni þar sem þátttakendur voru fáir. 

Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum

Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.