Opið bréf til norrænna þingmanna um norrænt samstarf um vinnumarkað og velferð Valgerður Pálmadóttir skrifar 8. september 2020 14:00 Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Svíþjóð Félagsmál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Norrænu Ráðherranefndarinnar kemur eftirfarandi fram um norrænt samstarf varðandi vinnumál: Góður vinnumarkaður gegnir mikilvægu hlutverki í þróun norrænna velferðasamfélagsins, bæði fyrir atvinnulífið og einstaklingana. Sameiginlegur vinnumarkaður er hornsteinn í norrænu samstarfi. Af þessum orðum mætti draga þá ályktun að Norðurlöndin hafi gert með sér samninga eða búið til verkferla til að auðvelda fólki að vinna í tveimur löndum samtímis, eða búa í einu Norðurlandi en vinna í öðru. Því fer fjarri, eins og ég hef komist að raun um síðustu mánuði, sem hafa einkennst af einhverju sem mætti lýsa sem algjörri skriffinnskumartröð. Fjöldi fólks er í þeirri stöðu að tengjast tveimur Norðurlöndum vegna náms eða vinnu en lendir milli kerfa, missir félagsleg réttindi og endar í því sem kalla má „tryggingasjálfheldu“. Ég hef spurnir af fjölmörgum í sömu stöðu en sem ekki hafa haft orku eða vilja til að taka málið lengra. Ég ætla því að segja mína sögu sem á margan hátt er dæmigerð og óska eftir viðbrögðum. Ég hef verið búsett í Svíþjóð um átta ára skeið þar sem ég hef framfleytt mér og borgað skyldur og skatta. Í árslok 2018 kláraði ég doktorspróf frá sænskum háskóla og hef síðan unnið tímabundna verkefnavinnu í báðum löndum eins og þýðingar, fyrirlestra, greinaskrif og kennslu. Meðfram þessu hef ég aflað rannsóknarstyrkja og hlaut ég einn slíkan frá íslenskum sjóði árið 2019. Styrkurinn var vistaður hjá Háskóla Íslands og ég fékk tímabundna ráðningu í tæpt ár og styrkinn greiddan út sem laun en ég var skattlögð í Svíþjóð í krafti tvísköttunarsamnings. Um allt þetta hafði ég ráðfært mig við sænsk skattayfirvöld því ég átti von á barni og vildi tryggja félagsleg réttindi mín. Í apríl síðastliðnum, mánuði áður en barn mitt fæðist, fæ ég hins vegar þann úrskurð frá viðkomandi yfirvöldum í Svíþjóð að ég eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum vegna þess að ég hef verið að vinna á Íslandi og ég eigi að leita réttar míns þar. Hjá Fæðingarorlofssjóði Íslands fæ ég þau svör eftir mikla eftirgangsmuni að ég eigi að vera tryggð í Svíþjóð sökum búsetu minnar þar. Eftir ótalmörg símtöl við starfsfólk sænskra og íslenskra tryggingayfirvalda fæ ég þá niðurstöðu að mál mitt sé líklega í „tryggingasjálfheldu.“ Hún lýsir sér í því að tryggingayfirvöld landanna geta ekki tekið afstöðu til þess hvar ég sé tryggð. Svíarnir geta ekki metið mál mitt vegna þess að þau vita ekki hver réttur minn á Íslandi er, og öfugt. Enginn virðist geta svarað því hvar ég er tryggð. Ég hef greitt skyldur og skatta af öllum launum og styrkjum eftir bestu samvisku og ráðleggingum yfirvalda, en virðist hvergi eiga rétt til fæðingarorlofs. Barnið mitt er nýlega orðið 4 mánaða. Ég hef engar fæðingarorlofsgreiðslur fengið. Hins vegar hef ég fengið „glaðning“ frá skattayfirvöldum beggja landa, þ.e. rukkun um aukagreiðslur. Fólk í þessari stöðu lendir nefnilega gjarnan í því að persónuafsláttur lendir líka milli kerfa, „skattasjálfheldu“? Nýjast í þessari sögu er tilkynning sænskra tryggingayfirvalda um að þau muni hætta að greiða mér barnabætur – í ljósi þess að þeim hafa borist upplýsingar um að ég sé að vinna á Íslandi. Niðurstaðan virðist vera sú að mér beri skattar og skyldur í tveimur Norðurlöndum en njóti þó engra félagslegra réttinda. Því spyr ég: Eru Norðurlöndin með „sameiginlegan vinnumarkað“ og eða er þetta marklaust hjal til að flagga í hátíðarræðum? Höfundur er nýdoktor á hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun