Fjarheilbrigðisþjónustan Helgi Týr Tumason skrifar 5. september 2020 08:00 Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Seyðisfjörður Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi greinast rúmlega 1 af hverjum 3 með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Málefni krabbameinssjúklinga snertir okkur því öll á einn eða annan hátt, hvort sem það er í gegnum pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini eða einhvern annan nákominn. Ég man það sem það hafi gerst í gær, hvernig mér leið, þegar ég frétti fyrst að pabbi hefði verið greindur með illkynja æxli. Um mann grípur ótti og hræðsla og óvissan er svo mikil að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ég get svo rétt ímyndað mér hvernig er að setja sig í spor þeirra sem greinast sjálfir. Eftir mína eigin reynslu af heilbrigðiskerfinu í gegnum veikindi pabba að þá get ég með sanni sagt að okkur skortir klárlega ekki gott og hæft fólk til að hjúkra þeim veiku, heldur er gífurlegt álag, auk lélegs starfsumhverfis ,aðalástæðan fyrir erfiðri stöðu í dag. Niðurskurður síðustu ára í heilbrigðiskerfinu hefur lengt biðina eftir læknisþjónustu, og sér í lagi úti á landi. Einhversstaðar las ég, að læknum á landsbyggðinni hafi fækkað um 21 stöðugildi á sl. 10 árum. Það er virkilega slæm þróun sem verður að snúa við. Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern nákominn sér, eru líklega sammála um það að sorgin er erfið og þungbær. Sorgarferli aðstandenda byrjar oft löngu áður en ástvinur deyr, og heldur áfram lengi á eftir, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ég þekki frá fyrstu hendi, það að búa úti á landi eftir áfall sem slíkt, og það að hafa fá ef nokkur úrræði til að hjálpa til við að vinna úr sorginni. Ég rak augun í frétt nýverið sem gladdi mitt hjarta mikið, eftir mína persónulegu reynslu sem aðstandandi krabbameinssjúklings; „Ljósið veitir landsbyggðinni fjarheilbrigðisþjónustu.“ „Ljósið, sem veitir stuðning við fólk sem greinist með krabbamein og nánustu fjölskyldumeðlimi þeirra, skrifaði undir samning við Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið sem að felur í sér svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreindra. “ Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum sem engum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu sem þessa. Þetta er því virkilega kærkomin viðbót við heilbrigðisþjónustu heima í héraði.Þessi samningur er veigamikið skref í að bæta og auðvelda endurhæfingarferli krabbameinsgreindra um allt land. Fyrr á árinu var einnig gerður samningur milli Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga á Austurlandi, sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Sérstakur ráðgjafi tók til starfa sem sinnir ráðgjöf, forvarnar- og fræðslustarfi í þessum málum á Austurlandi. Það má því segja að tímamót séu í þjónustu sem þessari á Austurlandi, og við í fjórðungnum fögnum þessum fréttum að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að halda áfram að bæta heilbrigðisþjónustuna, og það er vonandi að nú þegar stór hluti af sveitarfélögum á Austurlandi renna saman í eitt, að við höldum áfram í rétta átt með þessa þróun. Það er okkur öllum í hag. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun