Gamli söngurinn farinn að hljóma á ný Drífa Snædal skrifar 4. september 2020 13:00 Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun