Gamli söngurinn farinn að hljóma á ný Drífa Snædal skrifar 4. september 2020 13:00 Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun