Handbolti

Óðinn hafði betur gegn Rúnari, Gunnari Steini og Daníel

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór gekk í raðir Holstebro fyrr á þessu ári. Lið hans hóf tímabilið með sigri.
Óðinn Þór gekk í raðir Holstebro fyrr á þessu ári. Lið hans hóf tímabilið með sigri. Vísir/Holsebro

Danska úrvalsdeildin í handbolta hófst með sannkölluðum Íslendingaslag þegar Ribe-Esjberg fékk Team Tvis Holstebro í heimsókn í kvöld.Fór það svo að gestirnir fóru með fimm marka sigur af hólmi, 37-32. 

Alls voru fjórir Íslendingar í eldlínunni í leik kvöldsins.

Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16, en í síðari hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og unnu á endanum fimm marka sigur. Lokatölur 37-32 Holstebro í vil.

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk í liði Holstebro. Í liði Ribe-Esjberg gerði Rúnar Kárason fjögur mörk og Gunnar Steinn Jónsson þrjú mörk. Daníel Ingason komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×