Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 12:55 Hagfræðingur Landsbankans segir að rekja megi mikinn samdrátt í útflutningi á árinu til samdráttar í ferðaþjónustu. Myndin er tekin á Þingvöllum í júlí en undanfarin sumur hefur vart verið þverfótað fyrir ferðamönnum í þjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04