Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:04 Aldrei hefur mælst meiri samdráttur hér á landi en á 2. ársfjórðungi þessa árs. Vísir/Vilhelm Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Á 1. ársfjórðungi dróst landsframleiðslan einnig sama, það er um 1,2% að raungildi frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagkerfið er því í kreppu sé miðað við þá þumalputtareglu sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, nefnir í grein á Vísindavefnum en þar segir „að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð sé hagkerfið í kreppu.“ Á vef Hagstofunnar í dag segir að í mælingum á landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi nú gæti merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðsluna hér á landi og á heimsvísu. „Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu. Á 2. ársfjórðungi drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 7,1% borið saman við sama tímabil árið 2019. Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3%, vöxtur samneyslu mældist 3,0% en fjármunamyndun dróst saman um 18,7%. Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á 2. ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 34,8%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 5,4 milljarða króna á tímabilinu. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 9,1% milli 1. ársfjórðungs 2020 og 2. ársfjórðungs 2020,“ segir á vef Hagstofunnar. Þá segir jafnframt að þótt samdrátturinn nú sé mikill í sögulegu samhengi þá bendi fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri: „Á það sérstaklega við um ríki sem talin eru hafa farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19 á síðustu mánuðum. Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung, 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi. Á sama tímabili mældist 4,5% samdráttur í Finnlandi, 5,1% samdráttur í Noregi, 7,4% samdráttur í Danmörku og 8,3% samdráttur í Svíþjóð. Í öllum tilvikum er um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.“ Tilkynningu Hagstofunnar í heild má nálgast hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira
Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hér á landi að því er segir í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Á 1. ársfjórðungi dróst landsframleiðslan einnig sama, það er um 1,2% að raungildi frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagkerfið er því í kreppu sé miðað við þá þumalputtareglu sem Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, nefnir í grein á Vísindavefnum en þar segir „að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð sé hagkerfið í kreppu.“ Á vef Hagstofunnar í dag segir að í mælingum á landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi nú gæti merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveiru og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að hefta útbreiðsluna hér á landi og á heimsvísu. „Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa höfðu veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu á tímabilinu en í niðurstöðunum gætir einnig fjölþættra áhrifa samkomubanns á eftirspurn eftir vöru og þjónustu af ýmsu tagi hér á landi. Samkvæmt mælingum á vinnumagni, sem öllu jöfnu gefa sterka vísbendingu um framleitt magn vöru og þjónustu til endanlegra nota, dróst heildarfjöldi vinnustunda saman um 11,3% prósent á tímabilinu. Á 2. ársfjórðungi drógust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, saman um 7,1% borið saman við sama tímabil árið 2019. Samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3%, vöxtur samneyslu mældist 3,0% en fjármunamyndun dróst saman um 18,7%. Umtalsverður samdráttur mældist í bæði inn- og útflutningi á 2. ársfjórðungi borið saman við sama tímabil fyrra árs. Útflutningur dróst saman um 38,8% en samdráttur í innflutningi mældist 34,8%. Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 5,4 milljarða króna á tímabilinu. Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst að raungildi saman um 9,1% milli 1. ársfjórðungs 2020 og 2. ársfjórðungs 2020,“ segir á vef Hagstofunnar. Þá segir jafnframt að þótt samdrátturinn nú sé mikill í sögulegu samhengi þá bendi fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri: „Á það sérstaklega við um ríki sem talin eru hafa farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19 á síðustu mánuðum. Þannig mældist samdrátturinn innan Evrópusambandsins í heild 11,7% að raungildi á 2. ársfjórðungi miðað við fyrri fjórðung, 20,4% í Bretlandi, 18,5% á Spáni og 13,8% í Frakklandi. Á sama tímabili mældist 4,5% samdráttur í Finnlandi, 5,1% samdráttur í Noregi, 7,4% samdráttur í Danmörku og 8,3% samdráttur í Svíþjóð. Í öllum tilvikum er um að ræða fyrstu bráðabirgðatölur sem hagstofur viðkomandi ríkja hafa birt á undanförnum vikum og eru settar fram með fyrirvara um aukna óvissu í niðurstöðum.“ Tilkynningu Hagstofunnar í heild má nálgast hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira